Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 53
43
Um 30. gr.
Samkv. 18. gr. laga 36/1907 er héraósfundur lögmætur, ef meiri-
hluti presta og leikmanna (safnaðarfulltrúa eöa varamanna þcirra)
sitja fundinn. Hér er lagt til, að héraðsfundur sé ályktunarhæfur,
ef rétt sé til hans boðað, sbr. 2. málsgr. Samkv. 1. málsgr. á
fundarboðun að vera skrifleg og boðað skal til fundar með a.m.k.
hálfs mánaðar fyrirvara og á aö senda öllum, sem rétt eiga til setu
á fundinum fundarboð, er greini fundarefni. Þarf að fylgja þessum
reglum vandlega, því aó á því.veltur ályktunarhæfni fundar, að
rétt sé staðið að fundarboðun.
Um 31. gr.
1. málsgr. er í samræmi við 17. gr. laga 36/1907.
2. málsgr. er nýmæli. í henni er lagt til, að sóknarnefndar-
menn og aðrir þeir, sem sæti eiga í starfsmannanefndum sókna, eigi
rétt á fundarsetu og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Þeir eiga
ekki atkvæðisrétt þar, nema kjörnir séu safnaðarfulltrúar. Sóknar-
nefndarmenn og starfsmenn sókna eru yfirleitt áhugamenn um safnaó-
arstarf og málefni kirkjunnr og má vænta þess, aó þátttaka þeirra
í fundunum stuðli að viðtækum umræðum um viðfangsefni fundanna.
Um 32. gr.
Akvæóió er í samræmi vió siðara málslið 19. gr. laga 36/1907,
en hér er þvi bætt vió, að gera skuli grein fyrir starfsemi og fjár-
reiðum héraðssjóða, ef stofnaðir hafa verið i prófastsdæmi, svo og
fjárreiðum þrófastsdæmis. Reikningar, er aó þessu lúta, hlita með-
ferð og úrskuröi héraðsfunda.
Um 33. gr.
Rétt þykir aó kveða hér á um aukahéraðsfund, m.a. ef 1/4 hluti
atkvæóisbærra héraðsfundarmanna óskar þess. Er þetta nýmæli.
Um 34. gr.
Hér eru ákvæói um, að hver sá, sem rétt á til setu á héraós-
fundi, þ.e. ekki eingöngu þeir, sem eiga þar atkvæðisrétt, geti
borið þar upp tillögur sinar um kirkjuleg málefni, scm heyra undir
verksvið funda þessara. Viókomandi skal hafa uppi ósk um, að til-
lagan sé greind i fundarboði. Ef héraðsnefnd felst eigi á tilmælin,
er allt að einu heimilt aó fjalla um málefni, ef tveir þriöju hlutar atkvæð-
isbærra fundarmanna fallast á það> sbr. 30. gr. 3. málsgr.