Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 82
72
en eigi prófgjaldasjóð. Hefir prófgjaldasjóður verið lagður niður,
en háskólasjóður komið í hans staó að verulegu leyti. Tekið skal
fram, að gjöld þessi hafa runnið í háskólasjóð undanfarin ár.
1 2. málsgr. er kveðið svo á, að gjöld greiðist til trúfélags
eða Háskólans í samræmi við trúfélagsskráningu á þjóðskrá næstliðiinn
1. desember, sbr. að sinu leyti 1. gr. 2. málsgr. um þjóðkirkjuna.
Um 6. gr.
Hér er mælt fyrir um kirkjubyggingagjald, og er það nýmæli, svo
sem áður er greint. Sóknargjöldum samkvæmt I. kafla er ætlaó að
standa undir útgjöldum vegna guðsþjónustuhalds, annarra kirkjuathafna
og almenns safnaóarstarfs, þ.á.m. starfsmannahalds sóknar, svo og
útgjöldum vegna viðhalds og fegrunar kirkju og umhverfis kirkju o.fl.
Sá tekjustofn er eigi svo hár, aó hann endist til annarra þarfa, svo
sem til kirkjubyggingar, endurbyggingar kirkju eða meiriháttar við-
geróa. í sumum grannlöndum hefir sá háttur tíðkast, að t.d. sveitar-
stjórnir standi straum að öllu eða nokkru leyti af kostnaði vió kirkju
byggingu. Hér á landi kemur þessi kostnaður, sem er mjög mikill, al-
farið i hlut sóknar. Fjármögnun slikra framkvæmda er mikið vandamál
sóknanna. Kirkjubyggingasjóður veitir að visu nokkurt lán til kirkju-
bygginga. Hvorttveggja er þó, aó þau lán eru ónóg, og annað hitt,
aó hér er um lán að ræða, sem sóknirnar verða að endurgreiða siðar
af sóknartekjum, en eigi styrkir svo sem t.d. félagsheimilin njóta.
Bráðnauðsynlegt er að finna fær úrræði til þess að liðsinna söfnuðum
landsins í þessu efni. Kirkjuþing hefir samþykkt frv., er felur i
sér, að ríkissjóður standi straum af 2/5 hlutum af byggingakostnaði
kirkna, en 3/5 kostnaóarins komi i hlut sóknanna. Er þess að vænta,
að frv. þessa efnis verói flutt á Alþingi á næstunni. Jafn vel þótt
slik tilhögun yröi lögfest, koma allt að einu miklar fjárgreiðslur
i hlut safnaðanna, sem þeir eiga torvelt með aó risa undir. Kirkju-
byggingagjald þaó, sem 6. gr. frv. mælir fyrir um, myndi hér verða til
verulegra úrbóta. Er þaó mióaó vió sama greinimark sem sóknargjald
og er visst margfeldi þess. Það leggst þvi á eftir tekjum manna og
almennu gjaldþoli i skattaréttarlegri merkingu þess orðs, og er þá
gætt eftir föngum jafnræðis milli sóknarmanna. Gjaldió má nema allt
að þreföldu sóknargjaldi, þ.e. frumgjaldi samkv. 2. gr. og álagi samkv
3. gr., og má eigi leggja það á lengur en fjögur ár i röð vegna til-
tekinnar framkvæmdar. Askilið er, að til komi samþykki safnaðarfundar