Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 63
53
Greinargerð.
Frv. þetta hefir kirkjulaganefnd samió, og kirkjuráó hefir fallist
á efni þess. F'ylgdi eftirfarandi greinargerð frá nefndinni:
Lagaákvæði um sóknarkirkjur eru alldreifð i íslenskri löggjöf,
og heildstæða .löggjöf skortir. Sama er um kirkjubyggingar. í þessu
frv. er leitast vió aó byggja upp tillögur um heildarlög meó samstæðum
ákvæóum . um þessi efni, en þess er þó aó gæta, aó lög hafa ný-
legá verió sett um kirkjubyggingasjóó sbr. lög 21/1981. Kirkjuþing
samþykkti árió 1978 frumvarp til laga um kirkjur, og er frv. þetta samió
aó verulegu leyti á grundvelli þess svo og tillagna starfsháttanefndar
þjóókirkjunnar. Þá hefir einnig verió höfð hliósjón af frumvörpum,
sem flutt voru á alþingi 1930 og 1931 um sama efni. Nefndin hefir enn
fremur kynnt sér löggjöf um kirkjur á hinum Norðurlöndunum, og tekió
tillit til hennar vió samningu frumvarpsins.
t ýmr.um lögum og 1 agafrumvörpum um kirkjur oru sott ákvæði um
stærö kirknu, mjöaö viö ibúafjölda i kirkjusókn, L.d. þannig að kirkja
skuli hafa sæti fyrir þriójung eóa fjórðung safnaóarfólks. Ekki hefir
þótt rétt aó festa slik ákvæði i lögum. Gert er ráö fyrir, aö ýmsum
efnum, er varóa framkvæmd laganna veröi skipaó meö reglugerðarákvæðum,
sbr. 19. gr. frv.
Byggt er á þvi i frv. þessu> að almenn ákvæöi bygg-ingar- og
skipulagslöggjafar taki til kirkjubygginga og svo aó sinu leyti löggjöf
um hollustuhætti, brunamál o.fl. Gert er ráö fyrir þvi, aó lög
nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda eigi ekki almennt viö um
kirkjubyggingar, sbr. 18. gr. frv.
Um I. kafla.
i þessum kafla eru ákvæói um aó kirkjur eöa kapellur skuli vera
i hvcrri kirkjusókn aö öllum jafnaöi. Þá eru ákvæöi um, aó sókn taki
við lénskirkjum eóa bændakirkjum og um fjárskipti af þvi tilefni, og
um eignarrétt aó sóknarkirkjum. Enn fremur eru ákvæói um rekstrar- og
viðhaldskostnaó kirkna og skyldu til aó halda þeim vel viö. Sérákvæói
eru enn um greftrunarkirkju, þ.e. kirkju , sem notuð er eingöngu eóa
aöalloqa viö jaröarfararathafnir.