Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 120
110
veita þeim söfnuðum styrk, er sjálfir vilji tryggja sóknarpresti
sínum húsnæði.
Frv. þetta dagaði uppi á Alþingi, en til að freista þess að þoka
málinu fram var á kirkjuþingi 1976 flutt tillaga, er fól i sér
stuðning við þá meginhugsun, er fram kemur i tilvitnuðu frv.
Alþingismanna.
Kirkjuþingsnefnd ræddi málið við þáverandi kirkjumálaráðherra og
fjármálaráðherra, er tóku þvi vel.
Siðan hefir það verið rætt viö núverandi ráðherra (kirkjumála-,
fjármála- og forsætisráðherra) og fengið jákvæðar undirtektir,
en ekkert hefir gerst annað en það, að haldió hefir verið áfram
að taka húsin með skirskotun til laga nr. 27/1968 og á s.l. sumri
var gefin út ný reglugerð við þau. (nr. 334/1982 ),þar sem fært
er út það svæði, sem prestssetur eru tekin af.
Eina leiðin til þess að stöðvuð verði sú ásælni gagnvart kirkjunni,
er felst i framkvæmd rikisvaldsins á margnefndum lögum viróist þvi
að fá þeim breytt, þannig að prestsseturshúsunum sé bætt inn i
undantekningargreinina. Þess vegna er frumvarp þetta flutt og
það skal aðeins áréttað að lokum, að alls staðar þar sem staða
kirkjunnar er eitthvað svipuð þvi er hér gerist er prestsseturs-
hús jafnsjálfsagður þáttur í starfsaðstöðu prests og safnaðar- og
kirkjuhúsið sjálft.
Visað til löggjafarnefndar. Nefndin lagði til, að frumvarpið
væri samþykkt þannig oröað:. (Frsm. sr. Jón Einarsson)
1. gr.
2. gr. laganna orðist svo:
Þaó skal vera meginregla, aö rikið leggi ekki starfsmönnum sinum
til ibúðarhúsnæði, nema þvi aðeins, að þeir gegni störfum i þeim
landshlutum, þar sem sérstakir staóhættir gera slikt nauðsynlegt.
Þó skal heimilt að leggja til húsnæói þeim starfsmönnum, sem vegna
sérstakra gæslustarfa þurfa að búa á vinnustað. Sóknarprestum
skal leggja til ibúðarhúsnæði með starfsaðstöðu.
Samþykkt samhljóða.