Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 31
21
28- Sr-
Nú kemur upp ágreiningur varðandi störf starfsmanna innan sóknar og
verður eigi leystur þar á vettvangi. Er þá rétt að vísa málinu til
prófasts, sem leitar lausnar í samráði við sóknarprest. Ef eigi tekst að
leysa málið,, skal ágreingnum vísað til héraðsfundar til úrskurðar, en
aðiljar geta skotið þeim úrskurði til biskups til fullnaðarúrlausnar.
VII. kafli.
Um héraðsfundi og héraðsnefndir.
a. Um héraðsfundi.
29. gr.
Héraðsfundi skal halda í prófastsdæmi eigi síðar en ~y±. október ár
hvert, en til aukahéraðsfunda skal stofna samkvæmt því, sem segir í
33- gr.
Héraðsfundur er vettvangur prófastsdæmis til umræðna um sameiginleg
málefni þjóðkirkjunnar í prófastsdæminu. Þar skulu rædd þau málefni, sem
lög leggja til héraðsfunda eða stjórnvöld kirkjumála vísa þangað til um-
fjöllunar, umsagnar eða úrlausnar eða safnaðarfundir, sóknarnefndir,
sóknarprestar og starfsmenn sókna óska, að þar sé rædd.
30. gr.
Prófastur boðar héraðsfund skriflega með hálfsmánaðarfyrirvara og
skal fundarboð, er greini fundarefni, sent öllum þeim, sem rétt eiga
til setu á héraðsfundi, sbr. 31. gr.
Fundur er ályktunarfær, ef rétt er til hans boðað. Afl atkvæða
ræður úrslitum mála á héraðsfundi.
Mál, sem eigi eru greind í fundarboði, verða eigi tekin til umræðu,
nema tveir þriðju hlutar atkvæðisbærra fundarmanna samþykki.
31. gr.
Atkvæðisrétt á héraðsfundi eiga þjónandi prestar prófastsdæmis og
safnaðarfulltrúar. Á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis skulu safnaðar-
ráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt.
Sóknarnefndarmenn og aðrir þeir, sem sæti eiga í starfsmannanefnd
sóknar, sbr. 27. gr., eiga rétt á fundarsetu og hafa þar málfrelsi og
tillögurétt.