Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 75
65
5. gr.
Nú er maður utan þjóðkirkjunnar og telst eigi til skráós trú-
félags, sbr. 4. gr., og skal hann þá greióa til Háskóla íslands i
Háskólasjóð fjárhæó, er nemur sóknargjaldi þvi sem honum hefói borió
að greiða til þjóðkirkjunnar, ef hann hefði talist til hennar.
Gjöld samkv. 4. og 5. gr. skal greiða til trúfélags eða Háskólans
i samræmi við trúfélagsskráningu i þjóðskrá 1. desember næstliðinn.
III. kafli
Um kirkjubyggingagjald.
6. gr.
Kirkjumálaráðherra er rétt aö heimila sóknarnefndum, að fengnu
samþykki safnaðarfundar og héraðsnefndar, að leggja á þá, sem sóknar-
gjald eiga að greióa samkv. I. kafla laga þessara, sérstakt kirkju-
byggingagjald umfram sóknargjald til að standa straum af kostnaði
sóknarinnar vegna byggingar eða endurbyggingar kirkju eöa safnaðar-
heimilis, svo og vegna meiriháttar viögeróa á slikum byggingum.
Má gjald þetta nema allt að þreföldu sóknargjaldi, sbr. 2. og 3. gr.,
og má leggja það á i allt að fjögur ár vegna einnar og sömu fram-
kvæmdarinnar.
í reglugerð, sbr. 10. gr., skal kveða á um framkvæmd þessa
ákvæðis, þ.á.m. skyldu sóknarnefnda til aö láta skattstjóra og
innheimtumönnum i té skrá um gjaldskylda sóknarmenn.
IV. kafli
Um álagningu gjalda samkv. I.-III. kafla, innheimtu,
ábyrgð á greiðslu þeirra o.fl.
7 . gr.
Skattstjórar skulu leggja á gjöld samkvæmt I., II., og III.
kafla laga þessara og skulu gjaldákvaróanir birtar meö sama hætti og
útsvör. Sóknarnefnd skal tilkynna skattstjóra ákvarðanir um gjöld