Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 29
19
Um afskipti sóknarnefndar af álagningu kirkjugjalda og innheimtu
þeirra er mælt í lögum.
Um ráðningu starfsmanna sókna eru ákvæði í 25. gr.
Um störf sóknarnefndar í sambandi við veitingu prestsembætta
fer svo sem fyrir er mælt í lögum.
c. Safnaðarfulltrúar.
22. gr.
Sóknarnefnd kýs úr sínum hópi safnaðarfulltrúa og annan til vara
til setu á héraðsfundi. Þá skal kjósa til fjögurra ára í senn. Umboð
núverandi safnaðarfulltrúa fellur niður, er nýkjörin sóknarnefnd, sbr.
15. gr. 2. málsgr., hefir kosið safnaðarfulltrúa samkvæmt lögum þessum.
Sóknarnefnd sendir prófasti starfsskýrslu sóknarinnar eigi síðar
en þremur vikum áður en héraðsfundur er haldinn. Safnaðarfulltrúi gerir
grein fyrir störfum og samþykktum héraðsfundar á næsta safnaðarfundi
eftir að héraðsfundur var haldinn.
d. Bókhald og erindisbréf.
25. gr.
Sóknarnefnd heldur þessar bækur:
1. Gerðabók og skulu þar bókaðar fundargerðir sóknarnefnda og
safnaðarfunda. Ef byggingarnefnd kirkju er skipuð, skal hún
halda sérstaka gerðabók.
2. Bréfabók, þar sem varðveitt skulu bréf til sóknarnefndar og
afrit af bréfum, er hún ritar.
5. Sjóðsbók, þar sem bókfærð eru öll útgjöld sóknarinnar og tekjur,
gjafir, áheit og annað, er fjármál varðar, og vísað til fylgi-
skjala.
5. Sjóðsbók, þar sem bókfærð eru öll útgjöld sóknarinnar og tekjur,
gjafir, áheit og annað, er fjármál varðar, og vísað til fylgi-
skjala.
4. Kirkjubók og skal í hana rita allar kirkjuathafnir og greina
í megindráttum frá öðrum safnaðarstörfum.
5. Kirkjuskrá um sóknarkirkju, byggingarsögu hennar, viðhaid
kirkju og réttindi hennar o.fl.
Bækur samkvæmt 1.-3. tölulið löggildir prófastur, en sóknin kostar
andvirði þeirra. Bækur samkvæmt 4. og 5* tölulið löggildir biskup og
leggur sókninni til.