Són - 01.01.2004, Síða 13

Són - 01.01.2004, Síða 13
KÁTLEGAR KENNINGAR 13 orrustu Hildar leik og gull Kraka barr og ormtorg16 en síðastnefnda kenn- ingin vísar til sögunnar af Fáfni sem lá á gullinu á Gnitaheiði. Frásögnin af átökum Þórs og jötunsins Geirröðar er varðveitt í hinni torræðu „Þórsdrápu“ eftir Elíf Goðrúnarson. Þar segir frá ferð Þórs til Geirröðargarða. Lýsingarnar á ferðalaginu og móttökunum eru æði stórkarlalegar og á köflum gróteskar og sú mynd sem dregin er upp af Þór er oft býsna hlægileg. Fyrri vísa Þjóðólfs, þar sem járn- smiðurinn er kenndur við Þór og sútarinn við Geirröð, kallast á við sextándu og sautjándu vísu „Þórsdrápu“ þar sem þrumugoðið og jötunninn kasta á milli sín glóandi járnsíum.17 Roberta Frank telur að vísan sé eins konar skopstæling á stíl Eilífs.18 Útgefendur hafa valið leshátt Flateyjarbókar fram yfir Morkinskinnu og sett hvápt í stað hvatt til að fá kenninguna hváptelding í merkingunni ‚svívirðingar, reiðiorð‘ og forsetninguna af í stað ór í sjötta vísuorði.19 Þá má taka vísuna saman á þennan hátt: Þórr stórra smiðbelgja varp ór þrætu þorpi höldnum hvápteldingum at jötni hafra kjöts; Geirröðr húða hrökkviskafls tók glaðr af afli hljóðgreipum við þeiri galdra smiðju síu. Þjóðólfur notar upphafið skáldamál, kenningar og heiti til að lýsa háværri sennu kumpánanna. Fúkyrðunum, sem fljúga milli þeirra, líkir hann við eldingar og glóandi neista, munninn kennir hann sem þrætuþorp og galdra smiðju og eyrun kallar hann hljóðgreipar; þau grípa svívirðingarnar á lofti. Járnsmiðinn kallar hann Þór stórra smiðjubelgja og tangar konung en sútarann jötun hafra kjöts20 og Geirröð húða hrökkviskafls. Stofnorð kenninganna — Þórr, jötunn og Geirröðr — vísa til goðsögunnar en kenniorðin vísa til hins hversdagslega og lítt hetju- lega veruleika handverksmanna.21 Þeir eru kenndir við tól og tæki sinnar stéttar; hrökkviskafl er að öllum líkindum verkfæri sem notað hefur verið til að elta húðir.22 Með því að stefna þessum tveimur ólíku heimum saman varpar skáldið spaugilegu ljósi á viðfangsefni sitt; 16Skj BI (1912:339 og 345). 17 Íslensk bókmenntasaga I (1992:206 – 207); Lie (1982:246 – 47). 18 Frank (1978:106). 19 Skj AI (1912:380); Skj BI (1912:350); Turville-Petre (1976:100); Frank (1978:114); Morkinskinna: The Earliest Icelandic Chronicle of the Norwegian Kings (1030–1157) (2000:244). 20 Kenningin jötunn hafra kjöts er undarleg; eðlilegra hefði verið að kenna sútara til húða en ekki kjöts eins og Roberta Frank og Gabriel Turville-Petre hafa bæði rétti- lega bent á. Turville-Petre (1976:101); Frank (1978:114–115). 21 Stofnorð er aðalliður kenningar en kenniorð stendur sem einkunn með stofnorði. 22 Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis. Ordbog over det norsk-islandske skjaldesprog (1931:291). Hér eftir verður vísað til útgáfunnar á þennan hátt: Lexicon poeticum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.