Són - 01.01.2004, Side 15
KÁTLEGAR KENNINGAR 15
ólfur kallar sútarann orm, búinn ilvegs kilju, en ilvegr er sóli og kilja hans
eða kápa eru skór. Þannig skoðar hann félagana frá toppi til táar; í
fyrri vísunni eru kenningarnar háfleygar, ef svo má segja, því
athyglin beinist að höfði, eyrum, munni og uppréttum höndum. Í
seinni vísunni skapast allt að því áþreifanleg spenna milli hins háleita
sviðs stofnorðanna og lágkúru þess sem lýst er, deilu almúgamanna.
Í fyrsta vísuorði erum við stödd í veröld hetjusögunnar þar sem
kappinn Sigurður er nefndur strax í fyrsta orði en síðan dregur
skáldið okkur niður í einni svipan og beinir sjónum niður undir gólf,
svo neðarlega að horft er upp undir skósóla sútarans. Frá því sjónar-
horni er ekki nema eðlilegt að konungr tangarinnar, járnsmiðurinn,
sýnist neflangr. Það hljómar ótrúlega að ormrinn, þótt búinn væri ilvegs
kilju, hafi skotið mönnum skelk í bringu, eins og skáldið heldur
fram;25 svo hláleg er myndin sem hann dregur upp af fokvondum
sútaranum.
Kenningar Þjóðólfs í vísunum tveim hér að framan falla vel að skil-
greiningu á því hvernig kenna skal karlmenn í Skáldskaparmálum:
Hvernig skal kenna mann? Hann skal kenna við verk sín, þat
er hann veitir eða þiggr eða gerir. Hann má ok kenna til eignar
sinnar þeirar er hann á ... Mann er ok rétt at kenna til allra Ása
heita. Kent er ok við jÄtna heiti, ok er þat flest háð eða last-
mæli.26
Í AM 748 I b 4to, svokölluðu A-handriti Snorra Eddu, er nánari út-
listun á því hvernig kenna á karla:
Hvern karlmann má kalla feiti eða bræði hræfugla og varga, svo
ilrjóð þeirra eða gómlituð. Karla má og kalla trjáheitum karl-
kenndum og Óðins og allra ása, hvort sem vill lofa eða lasta, og
kenna við herklæði eða vopn, hlífar eða orrustu, skip eða gull.
En ef illa skal kenna, þá má hann kalla allra illra kvikinda
nöfnum karlkenndra, og jötna og kenna til fæðslu nokkurrar.
Kalla má hann þá og grenni svína og alls fénaðar, svo hunda.27
25 Handritið Morkinskinna (GKS 1009 fol.) hefur lesháttinn mann en lesbrigðið menn
er í Huldu (AM 66 fol.) og er það valið hér. Skj AI (1912:381).
26 Snorri Sturluson. Edda. Skáldskaparmál 1 (1998:40). Hér eftir verður vísað til útgáf-
unnar á þennan hátt: Edda. Skáldskaparmál 1.
27 Edda Snorra Sturlusonar — Edda Snorronis Sturlæi II (1852:429–430). Stafsetning er
hér samræmd.