Són - 01.01.2004, Síða 15

Són - 01.01.2004, Síða 15
KÁTLEGAR KENNINGAR 15 ólfur kallar sútarann orm, búinn ilvegs kilju, en ilvegr er sóli og kilja hans eða kápa eru skór. Þannig skoðar hann félagana frá toppi til táar; í fyrri vísunni eru kenningarnar háfleygar, ef svo má segja, því athyglin beinist að höfði, eyrum, munni og uppréttum höndum. Í seinni vísunni skapast allt að því áþreifanleg spenna milli hins háleita sviðs stofnorðanna og lágkúru þess sem lýst er, deilu almúgamanna. Í fyrsta vísuorði erum við stödd í veröld hetjusögunnar þar sem kappinn Sigurður er nefndur strax í fyrsta orði en síðan dregur skáldið okkur niður í einni svipan og beinir sjónum niður undir gólf, svo neðarlega að horft er upp undir skósóla sútarans. Frá því sjónar- horni er ekki nema eðlilegt að konungr tangarinnar, járnsmiðurinn, sýnist neflangr. Það hljómar ótrúlega að ormrinn, þótt búinn væri ilvegs kilju, hafi skotið mönnum skelk í bringu, eins og skáldið heldur fram;25 svo hláleg er myndin sem hann dregur upp af fokvondum sútaranum. Kenningar Þjóðólfs í vísunum tveim hér að framan falla vel að skil- greiningu á því hvernig kenna skal karlmenn í Skáldskaparmálum: Hvernig skal kenna mann? Hann skal kenna við verk sín, þat er hann veitir eða þiggr eða gerir. Hann má ok kenna til eignar sinnar þeirar er hann á ... Mann er ok rétt at kenna til allra Ása heita. Kent er ok við jÄtna heiti, ok er þat flest háð eða last- mæli.26 Í AM 748 I b 4to, svokölluðu A-handriti Snorra Eddu, er nánari út- listun á því hvernig kenna á karla: Hvern karlmann má kalla feiti eða bræði hræfugla og varga, svo ilrjóð þeirra eða gómlituð. Karla má og kalla trjáheitum karl- kenndum og Óðins og allra ása, hvort sem vill lofa eða lasta, og kenna við herklæði eða vopn, hlífar eða orrustu, skip eða gull. En ef illa skal kenna, þá má hann kalla allra illra kvikinda nöfnum karlkenndra, og jötna og kenna til fæðslu nokkurrar. Kalla má hann þá og grenni svína og alls fénaðar, svo hunda.27 25 Handritið Morkinskinna (GKS 1009 fol.) hefur lesháttinn mann en lesbrigðið menn er í Huldu (AM 66 fol.) og er það valið hér. Skj AI (1912:381). 26 Snorri Sturluson. Edda. Skáldskaparmál 1 (1998:40). Hér eftir verður vísað til útgáf- unnar á þennan hátt: Edda. Skáldskaparmál 1. 27 Edda Snorra Sturlusonar — Edda Snorronis Sturlæi II (1852:429–430). Stafsetning er hér samræmd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.