Són - 01.01.2004, Page 19

Són - 01.01.2004, Page 19
KÁTLEGAR KENNINGAR 19 son.37 Karfi er líklega tökuorð úr ensku og virðist hafa verið notað um lítilfjörlegar fleytur.38 Stígandi í orðavali gefur sívaxandi gremju skáldsins til kynna. Í seinni vísuhelmingi er upphrópunin hauga herr taki hlœgiskip — tröll hafi þetta hlægilega skip! Sighvatur klykkir út með því að kalla bátinn heims hrút en sú kenning hefur valdið mönnum nokkrum heilabrotum. Merkingin er ljós; hér er verið að kenna skip en engin dæmi eru til um kenniorðið heimr í merkingunni ‚haf‘. Finnur Jónsson leiðrétti heims í húms en Bjarni Aðalbjarnarson kaus að fylgja vitnisburði handritanna sem hafa öll þennan leshátt, nema AM 61 fol. þar sem stendur hafs.39 Stofnorðið hrútr er óvanalegt í skipskenningu enda þykja hrútar ekki sérlega tignarleg dýr og því fremur óheppileg ef skáldin ætluðu að lýsa glæsilegum skipum á siglingu. Í Skáldskapar- málum segir: Hvernig skal kenna skip? Svá at kalla hest eða dýr eða skíð sækonunga eða sævar eða skipreiða eða veðrs.40 Algengast er að kenna skip til hesta en fjölmörg dýr koma þó við sögu í skipskenningum, svo sem birnir, hirtir, nautpeningur, svín, úlf- ar og jafnvel ljón.41 Framandlegustu skepnuna er að finna hjá Þórleifi Rauðfeldarsyni jarlsskáldi sem kallar skip öldu fíl í lausavísu frá lokum 10. aldar.42 Kenningin heims hrútr kallast á við orðið dreginn í fyrri hluta vísunnar og vekur skemmtileg hugrenningatengsl. Bátskriflið er eins og kubbslegur hrútur sem þybbast við að vera dreginn til af blautum, örgum og úrillum sendimönnum konungs sem þurfa með einhverjum ráðum að komast yfir ána og halda ferðinni áfram. Sighvatur hefur ef til vill í æsku hlegið dátt að þrjóskum sauðkindum á Apavatni og aðfarir þeirra félaga minnt hann á þær. Hrakfarir ferðalanganna eru rétt að hefjast. Í næsta erindi sjá áheyrendur þá ganga örþreytta og fótsára um Eiðaskóg: Vasa fyrst, es rannk rastir reiðr of skóg frá Eiðum, menn of veit, at mœttum meini, tolf ok eina. 37 Skj BI (1912:351). 38 Jesch (2001:135). 39 Skj AI (1912:233); Skj BI (1912:220; ÍF XXVII (1945:135). 40 Edda. Skáldskaparmál 1 (1998:74). 41 Meissner (1921:209 og 218–220). 42 Skj BI (1912:134).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.