Són - 01.01.2004, Page 35

Són - 01.01.2004, Page 35
MÁLSHÁTTAKVÆÐI 35 hvernig þetta er hægt ef litið er til kvæðisins í heild og einkum hljóta þó vísurnar, sem fjalla um „hin fornu minni“, að skjóta skökku við. En hitt geta menn tekið undir með Anne Holtsmark8 að orðskviðirnir eru ekki valdir af handahófi. Þeir eru tíðum bundnir saman efnislega á listilegan hátt og oft má skynja dulinn brodd að baki: Sitt mein þykir sárast hveim. Sáttargjörð er ætluð tveim. Oddamaður fæst oft hinn þriði, jafntrúr skal sá hvárra liði. Engi of dæmir sjálfan sig, slíkt ætla eg nú henda mig. Ýta lið þótt allt fari byrst, engi læst því valda fyrst. (Málsháttakvæði, 10) Trúlega geta menn verið sammála um að hægt sé að lesa sitthvað um persónulega hagi skáldsins og ástaraunir út úr þessum vísuorðum. Stefið í drápunni tekur einnig undir þennan tón svo hér er komið að hinum rauða þræði sem bindur hana saman. Gamansemi í bland við ástarharma er ríkjandi í „Málsháttakvæðinu“ og þessi andblær er einnig fyrir hendi í „Jómsvíkingadrápu“. Menn hafa rakið þessa afstöðu til kvenna og ástamála til kveðskapar franskra trúbadúra á 11. og 12. öld. Rögnvaldur kali Orkneyjajarl (d. 1156) ætla menn að hafi fyrstur nor- rænna manna komist í kynni við slíkan kveðskap er hann fór árið 1152 í pílagrímsferð til Jórsalaborgar og lá leið hans um Narbón sem er „sæborg ein í Vallandi“ eins og borgin er kölluð í Orkneyinga sögu. Þar sat hann veislu hjá greifafrú sem var bæði ung og fríð og hét Ermin- gerður. Eftir þessi kynni yrkja þeir Rögnvaldur jarl og félagar hans til Ermingerðar vísur sem þykja sýna að þeir hafi náð hinu nýja tónfalli nokkuð vel. Bjarni Einarsson9 rekur þessa sögu og segir meðal annars að „Jómsvíkingadrápa“ Bjarna biskups sé undir greinilegum áhrifum frá trúbadúrakveðskap. Vissulega gátu þó áhrif frá trúbadúrum borist með margvíslegum hætti norður eftir álfunni þó svo að ritaðar heim- ildir séu ekki fyrir hendi. Á þetta atriði bendir Gudrun Lange10 í ný- legri grein og raunar einnig Finnbogi Guðmundsson.11 8 Holtsmark (1937:11). 9 Bjarni Einarsson (1961:19). 10 Gudrun Lange (1992:104). 11 Íslenzk fornrit XXXIV (1965:lxxiii).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.