Són - 01.01.2004, Side 37

Són - 01.01.2004, Side 37
MÁLSHÁTTAKVÆÐI 37 skáldið sé orkneyskt og „Málsháttakvæðið“ hæfi Bjarna skáldi og biskupi vel en úr því verði samt seint skorið með fullri vissu. Jan de Vries er ekki heldur sannfærður í bókmenntasögu sinni19 og þykir lík- legra að fleiri skáld hafi farið að dæmi Rögnvalds kala og ort um raun- ir sínar í ástum en Bjarni einn. Af dýra- og náttúrulýsingum er ekki hægt að ákvarða hvar skáldið hafi átt heima. Málshættirnir, sem mynda meginefni kvæðisins, eru gangsilfur sem verður til á löngum tíma og ber svipmót fjölbreytileika í þessum efnum. Þó gerir Anne Holtsmark20 allmikið með hending- una „stundum þýtur í logni lá“ (13,3). Hún lítur svo á að hér sé skýr bending um að kvæðið sé ort í Orkneyjum. Hún bendir á atvik sem frá er sagt í Orkneyinga sögu21: „[...] ok er þeir [þ.e. Magnús jarl og menn hans] røru í logni ok sækyrru, þá reis boði hjá skipi því, er jarl stýrði, ok fell yfir skipit, þar er jarl sat.“ Síðan segir frá því í sögunni að menn undruðust það er boði féll í logni. En Magnús jarl skynjar hins vegar feigð sína. Þessi málsháttur kemur ekki fyrir annars staðar, segir Holtsmark, og skilst aðeins í ljósi þessa atburðar í Orkneyinga sögu. Þetta verður að telja fremur vafasamt. Finnur Jónsson22 þýddi þessa hendingu þannig: „undertiden bruser kystbølger i vindstille.“ Þessi skilningur Finns fær stuðning af því sem segir í Íslenzkum sjávar- háttum23: „Þegar flóð var að morgni og alda í sjónum, brotnaði hún við landið, og gengu þá tíðum ólög inn í vörina, en það kölluðu Grindvíkingar lá.“ Samkvæmt Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnús- sonar merkir lá: ‘bára við land, strandsjór, sjór, haf’. Þar með er kannski ekki sagt að „Málsháttakvæðið“ hafi verið ort hérlendis en þessi hending styður ekki orkneyskan uppruna öðru fremur. Johan Fritzner tilfærir í orðabók sinni24 nokkur dæmi úr fornum sögum um orðið lá í merkingunni ‘strandsjór’, t.d. þetta úr Maríu sögu: „er þjónn gyðings kom til sjáfar —, þá þekþi hann, at tré flaut í lánni, ok vildi taka.“ Sophus Bugge25 leit svo á að orðið gagar, sem kemur fyrir í kvæðinu, væri tökuorð úr keltnesku og styddi því þá skoðun að kvæðið væri ort í Orkneyjum. Hendingin er þannig: „gagar er skapt- ur því að geyja skal“ (4,3). gagar er fágætt orð um hund og telur 19 de Vries, II b. (1967:69). 20 Holtsmark (1937:13,14). 21 Íslenzk fornrit XXXIV (1965:106). 22 Den norsk-islandske skjaldedigtning B II (1915:141). 23 Lúðvík Kristjánsson (1983:155). 24 Fritzner (1973 II:391). 25 Bugge (1875:241).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.