Són - 01.01.2004, Side 50
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON50
‘hverjum og einum þykir sitt
eigið mein sárast’. 5 engi of dæmir
sjálfan sig: sbr. til dæmis málshátt-
inn fár gengur sekur af sjálfs dómi.
Fleiri hliðstæðir málshættir eru
raunar til í fornu máli. 7–8 ýta lið
þótt allt fari byrst / engi læst því valda fyrst: Möbius34 bendir á svipaða hugsun í
málshættinum þó úfar rísi með mönnum, þykist enginn valda upptökum. ýtar eru
‘menn’ en að fara byrst er að ‘ýfa burstina, gerast úfinn’. Væntanlega haft í
fyrstu um skepnur sem reisa burstarhárin. Til er orðasambandið að reisa
burstir við e-m: ‘ýfast gegn e-m’.
1 stefjum verður að stæla brag: það
er alkunnugt að drápur þóttu
viðhafnarmeiri en flokkar enda
höfðu þær stef en þeir ekki.
Skáldið talar um þetta í léttum
tón eins og jafnan. Innskotssetn-
ing í vísu var kölluð stál. Skáldið
talar um að stæla brag, þ.e. að
herða kvæði sitt með stefjum en
talað var um að stæla járn en í því
fólst að efla það eða styrkja með
stáli. 3–4 ella mun það þykja þula / þannig nær sem eg henda mula: ‘að öðrum kosti
mun kvæðið virt sem þula, líkt því sem ég safni saman (smá)molum’. muli er
víxlmynd við orðið moli. 5–8 Stefið er einnig varðveitt í Hauks þætti hábrókar
í Flateyjarbók. Þar er það þannig:
Ekki var það forðum farald,
Finnan gat þá ærðan Harald.
Honum sýndist sólbjört sú.
Slíks dæmi verður mörgum nú.
‘Það var ekki forðum umgangsveiki (að elska); Finnan gat samt ært Harald.
Honum þótti hún sólbjört (að sjá). Slíkt og þvílíkt hendir marga nú (þar á
meðal mig?)’. Finnan, sem um er rætt í stefinu, er Snjófríður, dóttir Svása
Finnkonungs, en henni unni Haraldur konungur hárfagri „með ærslum“ eft-
ir því sem segir í Ágripi. „Ok hann [Haraldur] festi ok fekk ok unni svá með
11
34 Möbius (1873:30).
Stefjum verður að stæla brag,
stuttligt hefi eg á kvæði lag,
ella mun það þykja þula,
þannig nær sem eg henda mula.
Ekki varð-at forðum farald,
Finnan gat þó ærðan Harald,
honum þótti sólbjört sú.
Slíks dæmi verður mörgum nú.
Engi of dæmir sjálfan sig,
slíkt ætla eg nú henda mig.
Ýta lið þótt allt fari byrst,
engi læst því valda fyrst.