Són - 01.01.2004, Page 54
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON54
henni á loft’ = ‘den der sætter en historie i gang, røber ingen overraskelse i
minen ved at høre den fortalt igen = ved egen sladder overraskes ingen; for
ophavsmanden indeholder den intet nyt eller forbausende’. Jón Friðjónsson
hefur stungið upp á eftirfarandi skýringu: bregður-at þeim (þeim bregður ekki) er
heldur á loft (hefur (vopn) upp) — því að hann er vitaskuld viðbúinn (sér hvað í
vændum er), honum er ekki komið á óvart. 3 allmargur er til seinn að sefast: ‘marg-
ir eru of seinir til sátta’. til seinn: ‘of seinn’. 4 svo köllum vér ráð sem gefast: ‘ráð
dæmum við eftir því hversu vel þau gefast’, þ.e. eftir afleiðingum þeirra eða því
hvernig þau reynast. Minnir á málshætti eins og: illa gefast ill ráð og illa gefast ills
ráðs leifar, sbr. 12. kap. í Njálu þar sem leifar merkja ‘afleiðingar’.
1 auðugur þykir einn sér hvar: ekki
auðskilið vísuorð. Í handritinu
stendur auðugur þykir sér einn hvar en
menn hafa breytt þeirri orðaröð til
þess að fá eðlilegri hrynjandi.
Möbius53 nefnir ýmsar tilgátur og
hugmyndir en engin virðist falla
fullkomlega að þessum orðum. Í
Áns sögu bogsveigis (7. kap.) kemur
fyrir málshátturinn hverr er auðgari
en þykkist sem minnir á margur er
ríkari en hann hyggur. Hugsunin er greinilega ekki hin sama þótt orðalaginu
svipi saman. Hægt er að taka undir það með Hermanni Pálssyni54 að einhver
skyldleiki virðist vera með þessu vísuorði og 47. vísu „Hávamála“ sem hefst
á hinum frægu orðum: „Ungur var eg forðum.“ En ekki verður séð hvernig
þeim tengslum er háttað. Hermann bendir einnig á að líklega hafi orðið
auðugur hér merkinguna ‘sæll, hamingjusamur’. Finnur Jónsson55 orðar þýð-
ingu þessarar ljóðlínu þannig: ‘rig nok tykkes enhver enkelt sig at være alle-
vegne’. Þessi þýðing kemur heim við byggingu málsgreinarinnar en hug-
myndin er ekki fyllilega ljós. Að vísu er alþekkt máltækið margur hyggur auð í
annars garði en hér virðist Finnur skilja svo að sá sem býr einn og fjarri öðrum
mönnum sé álitinn ríkur. 2 annars ræðir margur of far: ‘mönnum er gjarnt að
ræða meira um hátterni annarra’ (en minna um sitt eigið). far: ‘hátterni’.
3 örgranns erum vér lengst á leit: ‘við leitum lengst hins örsmáa’. 4 lundvær þykir
besta sveit: ‘hið gæflynda fólk er álitið best’. sveit merkir hér ‘hópur manna,
15
53 Möbius (1873:33).
54 Hermann Pálsson (1990:58).
55 Den norsk-islandske skjaldedigtning B II (1915:141).
Auðugur þykir einn sér hvar.
Annars ræðir margur of far.
Örgranns erum vér lengst á leit.
Lundvær þykir besta sveit.
Skammæ þykja ófin öll.
Ekki margt er verra en tröll.
Engi spillir hyggins hjali.
Hefk-at spurt að bersa kali.