Són - 01.01.2004, Page 55
MÁLSHÁTTAKVÆÐI 55
flokkur’ sem er talin eldri merking en staðarmerkingin. Jón Þorkelsson56 lagði
til að lesið væri lundver, sbr. orðin eggver og selver, en það virðist óþarft að skýra
svo. 5 skammæ þykja ófin öll: ‘allt óhóf varir skamma stund’. Áþekkur málshátt-
ur er í Hrafnkels sögu Freysgoða, 14. kap. skömm er óhófs (eða ófs sem sýnist vera
samandregin orðmynd úr ‘óhófs’) ævi. skammær (lo.): ‘skammvinnur’. 7 engi
spillir hyggins hjali: ‘tali hyggins manns getur enginn spillt’. 8 hefk-at spurt að bersa
kali: ‘ég hef ekki heyrt þess getið að …’. Eyða er í handritinu í lok línunnar
og Jón Sigurðsson fyllt hana með orðunum: bersa kali. Guðbrandur Vig-
fússon57 stakk upp á orðunum: hvatan dvali.
1 engi þarf að hræðast hót: ‘enginn
þarf að hræðast ógnanir’ (því þær
verða oft ekkert nema orðin tóm).
2 heldur kemur oft við sáran fót: sbr.
málsháttinn oft kemur við stirða hönd
og sáran fót. Þetta er hin almenna
reynsla: Það rekst eitthvað í sára
fótinn en ekki hinn heilbrigða! Inn
í vísuorðið bætti Jón Sigurðsson
orðunum við sáran en þar er eyða í
handritinu. 4 hlutgjarn fer með annars
sök: ‘hinn íhlutunarsami fer gjarnan með annars manns mál’ (og yfirleitt ekki
til góðs). Möbius58 bendir til samanburðar á málsháttinn úlfar eta (reka) annars
erindi sem fyrir kemur í 23. kap. Laxdælu. Einar Ólafur Sveinsson skýrir þenn-
an málshátt svo: erindi, sem rekið er fyrir annan mann, er étið upp (eyðilagt)
af úlfum. Andstæða þessa væri þá sjálfs er höndin hollust. Johan Fritzner59 þýðir
setninguna með eftirfarandi hætti sem nær kannski merkingunni best: ‘naar
det er andre overladt at udføre et Ærinde, fremme en Sag, kan man ikke
paaregne noget heldigt Udfald’. 5 nökkvi ríkstur er heima hver: ‘sérhver maður er
einna voldugastur heima fyrir’. Finnur Jónsson60 bendir til samanburðar á
málsháttinn heima er hvör ríkastr. 8 orðin fara þegar munninn líður: ‘orðin verða
kunn (berast öðrum til eyrna) um leið og munninum sleppir’, þ.e. þau hafa
verið sögð. Svipaðir málshættir koma allvíða fyrir, til dæmis í 7. kap.
Vopnfirðinga sögu: fer orð, er munn líður. Sögnin að líða er hér óp. með þf.
16
56 Jón Þorkelsson (1873:síða án blaðsíðutals og 141)
57 Möbius (1873:33).
58 Möbius (1873:34).
59 Fritzner III b (1973:764).
60 Finnur Jónsson (1914:181).
Engi þarf að hræðast hót.
Heldur kemur oft við sáran fót.
...............................................
Hlutgjarn fer með annars sök.
Nökkvi ríkstur er heima hver.
...............................................
.................... ta eg um að síður.
Orðin fara þegar munninn líður.