Són - 01.01.2004, Síða 93

Són - 01.01.2004, Síða 93
ÞÝÐINGAR GRÍMS THOMSEN ÚR GRÍSKU 93 út á eitt, ef búið er að má út allt hið framandlega, nema kannski við leyfum okkur að rengja lýsingu Jóns að einhverju leyti eða álíta hana ganga of langt, sem við skulum vona í lengstu lög fyrir Gríms hönd. Ella væri nær að kenna þær þýðingar sem við hyggjumst nú fjalla um fremur við grímsku en grísku. Við nánari athugun kemur upp úr kafinu að þýðingar Gríms eru fjarri því að vera svo mjög á sömu bókina lærðar, eins og ætla mætti af orðum Jóns, og að hann er býsna leitandi og jafnvel tvístígandi eins og góðum þýðanda ber að vera. Það má minna á að meðal fyrirrenn- ara hans ríkti sú hefð, eða að minnsta kosti tilhneiging, að hneppa þýðingar erlendra ljóða í það sem talið var vera rammíslenskir hættir, helst einhvers konar fornyrðislag, og skipti þá litlu í hvaða anda frumkvæðið var ort. Þannig eigum við frá þessum tíma, átjándu öld og fram á þá nítjándu, þýðingar á gjörólíkum skáldverkum undir fornyrðislagi, þar á meðal Paradísarmissi Miltons, kviðum Hómers og ljóðum Heines, og sú spurning vaknar hvort fornyrðislagið sé háttur sem hæfi hverju sem er eða þá hvort háttur skipti engu máli ef hann er bara nógu rammíslenskur. Grímur má eiga það að hann fylgir ekki þessari venju og beitir ekki hinu staðlaða fornyrðislagi í þýðingum nema þá helst við tíma- skekkjur eins og Ossían en beitir þeim mun meira rímuðum háttum, eins og í skáldskap sínum frumkveðnum, og sparar þá hvergi rímið. Þetta á auðvitað ekki eins vel við í þýðingum á skáldskap Grikkja sem þekktu ekki rím en beittu aðeins hrynjandinni, en samt rétt- lætanlegt, og auk þess má benda á að Grímur á einnig til að bregða fyrir sig grískum háttum þar sem honum finnst við eiga. Reyndar verður hann fyrstur manna hér á landi til að þýða Hómer undir hans eigin hætti (hexametri) og eins harmleikjaskáldin undir þeim hætti sem kalla má ræðulag (jambískt trímetur), rímlaust að sjálf- sögðu, og raunar má einnig nefna hér saffóarhátt sem Grímur fylgir á sína vísu. Annað sem miðar að því að laga hin þýddu kvæði að hugsun lesenda eru staðfærslur, svo sem það að setja íslensk staða- og mannanöfn í stað hinna erlendu. Fyrir þetta hælir Jón Þorkelsson Grími og nefnir þar sérstaklega kvæðið Integer vitae eftir Hóras þar sem Grímur er ófeiminn við að setja Ódáðahraun, Vatnajökul, Köldukvísl, Bjarmaland, Serkland og Svíþjóð hina köldu í staðinn fyrir Syrtusanda, Kákasus, Gangesfljót, Apúlíu, Númidíu og sjálft kuldabeltið. Þetta er allt gott og blessað og hittir vissulega í mark í þessu ákveðna kvæði, en aðferðin þarf vissulega ekki að vera einhlít, enda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.