Són - 01.01.2004, Síða 95

Són - 01.01.2004, Síða 95
ÞÝÐINGAR GRÍMS THOMSEN ÚR GRÍSKU 95 legan bakharl Gríms. Það einkennist framar öllu af ákveðinni heild- arsýn á sögu mannkyns sem samfelldri þroskasögu andans í átt til frelsis og sjálfsskilnings þar sem einstakir þjóðarandar láta að sér kveða og gegna hver sínu hlutverki innan heildarinnar. Og eitt er víst, hvað sem öllu meintu gjaldþroti rómantíkur líður eða hruni kerfisins, að hvort tveggja, rómantíkin svonefnda og kerfi Hegels, lifa góðu lífi í bókmenntaskrifum Gríms frá miðri öldinni, ekki síst í ritgerðum á dönsku er hann birtir árið 1846 og hafa verið þýdd- ar á íslensku af Andrési Björnssyni og komið út á bók árið 1975 undir nafninu Íslenzkar bókmenntir og heimsskoðun og fjalla um sérkenni fornnor- rænna bókmennta og íslenskra sérstaklega og um stöðu Íslands meðal Norðurlanda. Þar heldur hann ekki einungis stíft fram gildum sem við, eins og hann, myndum telja rómantísk heldur styðst hann þar jafnframt við víðan skilning Hegels á rómantísku stefnunni sjálfri sem hinum þriðja og æðsta áfanga listarinnar á þroskabraut hennar, á eftir hinum austurlenska eða táknlega, þar sem sjálfið hvílir enn í hinu ytra, og síðan hinum gríska eða klassíska, sem einkennist af fögru samræmi hins einstaka og almenna, hins andlega og hins sýnilega, þar sem aftur síðasta stigið, hið rómantíska skeið, sem hefst með kristindómi og hruni Rómaveldis fyrir atbeina germanskra þjóða, einkennist af dýpri sjálfsskilningi og vitund um innra frelsi og óendanleika. En þótt Grím- ur byggi á þessari hegelsku heildarsýn þá getur hann þó ekki látið hjá líða að taka „hinn mikla þýska hugsuð“, eins og hann nefnir Hegel, á beinið og finna honum það til foráttu að hafa annars vegar „hlaupið yfir fornnorræn trúarbrögð og jafnvel ekki nefnt þau einu orði í trúar- bragðaheimspeki sinni“ og jafnframt „gleymt norrænni skáldlist í fagurfræði sinni eða skáldskaparheimspeki“.4 Þessi ásökun Gríms á hendur Hegel er síður en svo úr lausu lofti gripin því að ekki er nóg með að hinn víðfeðmi hugsuður láti Íslendingasagna með öllu ógetið, líkt og þær hafi aldrei verið til, heldur finnur hann sig knúinn í skáld- skaparfræði sinni til að vega óþyrmilega að Eddu og ásatrúnni, sem hann „hljóp yfir“ í trúarbragðaheimspekinni, og segist þar engan veg- inn kunna að meta „þennan innantóma vaðal [...] Þór með hamarinn, Fenrisúlf, hið skelfilega mjaðarþamb, og yfirleitt allt hið villta, óljósa og ruglingslega í þessari goðafræði“ og snýst öndverður gegn öllum tilraunum til að koma þessum „afskræmdu og barbarísku hugmynd- um“ á framfæri í sínu heimalandi og telur þær ekki eiga neitt erindi við sína siðmenntuðu samtíð. Þessi afstaða Hegels stingur mjög í stúf við 4 Grímur Thomsen (1975:85).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.