Són - 01.01.2004, Síða 96

Són - 01.01.2004, Síða 96
KRISTJÁN ÁRNASON96 ýmsa rómantíska kenningasmiði þessa tíma, allt frá Madame de Staël til H. Steffens, sem beinlínis hömpuðu hinu norræna, að vísu stundum í nokkuð víðri merkingu, á kostnað hins gríska og klassíska, að ekki sé minnst á alla þá, með skáldin norrænu, Oehlenschläger og Tegnér, í broddi fylkingar, sem vildu hefja norræna hetjudýrkun og ásatrú á stall. En hin óvenjuharða afstaða söguspekingsins kann að eiga sér skýringar í því hve hann stóð föstum rótum í fornöldinni grísku og að hann hafi séð í þessum tilraunum til endurvakningar einskonar aftur- hvarf frá grískættaðri siðmenningu og hámenningu til öllu búralegri lífshátta og viðhorfa norrænna — og kann hann að hafa þar nokkuð til síns máls. En þar fyrir utan má benda á að staða norræns skáldskapar hlýtur að valda þeim erfiðleikum sem, eins og Hegel, eru á því að draga skýrar sögulegar línur milli klassískrar og heiðinnar menningar annars vegar og rómantískrar og kristinnar hins vegar. Hin fornnnor- ræna lendir milli vita þar sem norrænn skáldskapur er orðinn til á kristnum tímum og skráður af kristnum mönnum, þó að hann sé vitaskuld sprottinn upp úr heiðni, og kannski ekki furða að Grímur skuli telja sig geta tengt „Sólarljóð“ jafnt við Dante sem „Völuspá“. En hver sem ástæðan hefur verið fyrir þessum áfellisdómi hins víðfeðma hugsuðar Hegels yfir fornnorrænni goðafræði þá kemur ekki á óvart að Íslendingnum Grími Thomsen renni blóðið til skyldunnar að rétta hlut hennar. Það verður auðvitað best gert með því sem hann tekur sér fyrir hendur að gera í ritgerðunum, að skilgreina hvað sé norrænt og hvað ekki í eitt skipti fyrir öll og skilja það rækilega frá hinu gríska. Í því sambandi leggur Grímur, á svipaðan hátt og Schlegel og Steffens, áherslu á skyldleika hins fornnorræna og hins kristna sem andstæðu hins klassíska og gríska, eða eins og hann segir í áðurnefn- dri bók: „Það er einmitt þessi sérstæði skyldleiki, sem gefur norrænum skáldskap megingildi. Það er þessi skyldleiki sem opnar regindjúp milli heiðins skáldskapar Norðurlanda og klassíska skáldskaparins og gerir hann algerlega einstæðan í heiðnum sið.“5 Í framhaldinu leitast Grímur við að draga fram einkenni hvors um sig, norræns og grísks, og leggur þar áherslu á allt það sem hann telur norrænar hetjur hafa fram yfir hinar grísku — en sumir í hópi eftirkomenda þeirra kunna að hafa glatað — svo sem dýpt, stillingu, sjálfsaga eða svonefnda „kyrrðar- ástríðu“, orðheldni, festu, hreinskiptni, atorku, hreinlífi, virðingu fyrir konum og þar fram eftir götunum, þar sem Grikkir aftur á móti voru fjarri góðu gamni „og þekktu ekkert til“ þess arna, eins og Grímur 5 Grímur Thomsen (1975:89).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.