Són - 01.01.2004, Blaðsíða 97

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 97
ÞÝÐINGAR GRÍMS THOMSEN ÚR GRÍSKU 97 orðar það oftar en einu sinni, eða svo tekin séu dæmi: „ísköld ró [...] sem Grikkir þekktu ekkert til“ eða „Norðurlandabúinn er riddaralegur en Grikkinn þekkir ekkert til slíks“.6 Þótt einhver fótur kunni að vera fyrir þessum staðhæfingum og full ástæða hafi verið til þess fyrir nor- ræna menn á þessum tíma að átta sig á eigin sérstöðu og sérkennum í stað þess að apa allt eftir suðrænni þjóðum, þá ber að hafa í huga að mönnum getur orðið hált á alhæfingum af þessu tagi, einkum ef þær eru teygðar of langt. Þannig teygir Grímur til dæmis hugtakið „nor- rænn“ æði langt í suður þegar hann gerir jafnvel ítalska leikritaskáldið Alfieri að fulltrúa þess vegna einhverra stuttaralegra tilsvara í leikritum hans þó að Alfieri kunni að hafa átt styttra að sækja þá tilhneigingu, eða til forfeðra sinna við Miðjarðarhaf sem gátu verið gagnorðir, eins og Caesar þegar hann lýsti einum sigra sinna með orðunum veni, vidi, vici, eða býsna stuttir í spuna eins og Spartverjar (Lakedaimones), svo sem orðið „lakónskur“ ber vitni um. Eins gæti það „að tjáning væri í mótsögn við það sem inni er byrgt“, sem Grímur eignar norrænum mönnum sérstaklega, verið prýðileg skilgreining á hinni svokölluðu íróníu sem kennd er við Sókrates. Á sama hátt var skapstilling og ró öðru fremur einkenni stóumanna hinna fornu en besta dæmið um þá fornu dyggð að bregða sér hvorki við sár né bana var Rómverjinn Mucius Scaevola sem hélt hendi sinni í loga meðan hún brann upp, og svo mætti lengi telja. Þetta verður að duga, en áður en varir leiðir lærdómur Gríms hann út um víðan völl og hann er farinn að fjalla um austurlenskan og gyðinglegan skáldskap sem koma þessu máli, hinu sérstaka við norrænan skáldskap, harla lítið við þó að hann finni þetta eða hitt skylt hinu norræna en annað ekki. Þó er loks sem Grímur finni lykilinn að skilgreiningu hins fornnor- ræna í lífi og list, tilhneiginguna til að trúa meir á mátt sinn og megin en guðlega handleiðslu, en ástæður hennar rekur hann til þess að hinn norræni maður lifi í ótryggum heimi sem á eftir að farast þar sem „Valhöll er umsetin goðaborg, en veitir hvorki frelsi né öryggi [...] Fyrir þá sök snýr hetjan við þeim (guðunum) baki og gerir þá sjálfan sig að sínum eigin guði. Hetjan trúir á mátt sinn og megin, og í því er að finna undirrót norræns stórlætis í ósveigjanleik sínum.“7 Hér er komið að því sem kalla má kjarna málsins og skilur norræna lífs- skoðun frá hinni forngrísku þar sem goðmögn, vinveitt eða óvinveitt, eru á hverju strái, en það er umhugsunarefni að helsti fulltrúi þess, 6 Grímur Thomsen (1975:69, 73). 7 Grímur Thomsen (1975:104).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.