Són - 01.01.2004, Side 99

Són - 01.01.2004, Side 99
ÞÝÐINGAR GRÍMS THOMSEN ÚR GRÍSKU 99 11 Grímur Thomsen (1975:72). 12 Grímur Thomsen (1934 I:120). Þannig getum við, auk framtaks og hreysti, séð dæmi um það sem Grímur kallar norræna kyrrðarástríðu eða stillingu í kvæðinu um Halldór Snorrason, sem hvorki datt af né draup, en heppilegt sam- bland af norrænni heiðni og kristni í átrúnaði Helga magra eða í breytni Arnljóts Gellina. Og í kvenskörungum norrænum, sem hann yrkir um, Hildigunni, Ólöfu ríku og fleiri, má sjá það sem hann í ritgerðinni telur norrænum konum til gildis umfram aðrar, sem sé „að sýna karlmannshug og sálargöfgi og taka djarflega þátt í gangi líf- sins“, þar sem grískar konur séu ambáttir og þeim ætlað „það eitt að ala upp börn“.11 Þess er því vart að vænta að Grímur leiti í kveðskap sínum í grískri sögu dæma um áðurnefnda neista framtaks og hraustleika og kvæði um þá Belísaríus og Alexander mikla heyra því til undantekninga. Hinu verður þó vart neitað að Grímur hafi með árunum fjarlægst þau rómantísku og þjóðernislegu sjónarmið sem koma fram í ritgerð- inni og einkum þá tilhneigingu að skilgreina grískt og klassískt sem andstæðu norræns og kristins. Þó er ekki þar með sagt að leiðin hafi legið með straumi tískunnar til vísindahyggju, efnishyggju og raun- sæis heldur frekar á móti honum aftur í tímann og upp á við, í átt til grískrar heimspeki þeirra Pýþagórasar og Aristótelesar, og jafnframt til viðhorfa og vinnubragða sem kallast mega klassísk. Það er á grundvelli þeirrar visku sem hann getur leyft sér að halda því fram í kvæðinu „Stjörnu-Odda draumur nýrri“ að Hegel eigi eftir ýmislegt vanlært og muni fyrst læra það á öðru tilverustigi í stjarnheimi, en ekki er víst að hugsuðurinn sjálfur hefði orðið uppnæmur fyrir þeirri hugmynd:12 heimspekinnar á hærra stig Hegel þar nær og Kant, þeir sem hjer skildu ei sjálfa sig, sjá þar og skynja grant. Það má að vísu teljast athyglisvert, í ljósi þess að Grímur lagði stund á samtímabókmenntir en ekki forn fræði við Hafnarháskóla, hve forn hann er í vali yrkisefna í frumkveðnum skáldskap, sem og þeirra kvæða er hann tekur til þýðingar. Í stað þess að þýða samtímaskáld sín, eins og til dæmis Jónas Hallgrímsson þegar hann þýddi kveðskap
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.