Són - 01.01.2004, Side 102

Són - 01.01.2004, Side 102
KRISTJÁN ÁRNASON102 noti skrautyrði í bland, það er að segja hinar frægu samsettu einkunnir (epiþeta) sem standa jafnt með nöfnum sögupersóna, hluta sem náttúru- fyrirbrigða. Þær á lausamálsþýðandi hægara um vik með að smíða, þar sem hann þarf ekki að hugsa um braginn, og verður þar samanburður við Sveinbjörn Egilsson og hin bráðsnjöllu skrautyrði hans heldur óhagstæður fyrir Grím. Hjá Sveinbirni er til dæmis kappinn Hektor „hjálmkvikur“ en hjá Grími „stálhúfuprúður“ eða „málmleifturhjálm- aður“, „síðmöttlaðar“ Trójudætur „dragkyrtlaðar“ og Alkímos „af- sprengur Aresar“ verður „Hárs ela framur“ hjá Grími. Þetta er allt saman rismikið, fornlegt og grímskt en ekki að sama skapi þjált eða einfalt. Sama má segja um hendingar Gríms sem eru að vísu misjafnar en sumar ærið stirðbusalegar og orðfærið of annarlegt til að orka trúverðuglega, svo sem þessi orð hinnar áhyggjufullu móður, Andró- mökku, við mann sinn, Hektor:15 kennirðu í böðfúsu brjósti ei um burinn þinn unga, nje mig, sem hæll verð en arma’ innanskamms, er þig Akkear lagt hafa’ að velli. Hér er sem hrynjandi og stuðlar, í stað þess að hefja orðin á flug, verði frekar til trafala eða allt að því að fótakefli auk þess sem orð- færið er langsótt. Öllu betur tekst honum til í svari Hektors hins hjálmkvika eða stálhúfuprúða til hinnar sömu síðmöttluðu eða drag- kyrtluðu Andrómökku, konu sinnar, þar sem hann talar tæpitungu- laust um verkaskiptingu karla og kvenna í fleygum orðum sem ná dável að njóta sín hjá Grími og kannski töluð út úr hans hjarta — og má af þessum dæmum sjá hve honum eru mislagðar hendur:16 „[...] far þú til húsa og haf þar um hönd ena kvenlegu sýslu, spuna vinnu og vef og verkin skipaðu þernum! Mitt er og hermanna hitt, öll hjörþings störfin að annast“. — Báðir kaflarnir, sem Grímur velur, teljast til hinna dramatísku í „Ilíonskviðu“ þar sem um leikrænt samtal er að ræða. Í slíkum köfl- um gildir það sem Aristóteles nefnir sem hæfileika leikskáldsins einn- ig um þýðandann, en það er að kunna að setja sig í annarra spor og geta fundið til á sama hátt og persónan sem mælir og þannig talað fyrir hennar munn.17 En sá sveigjanleiki sem til slíks þarf er ekki endi- 15 Grímur Thomsen (1934 II:246). 16 Grímur Thomsen (1934 II:250). 17 Aristóteles (1976:73).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.