Són - 01.01.2004, Page 104
KRISTJÁN ÁRNASON104
málinu. Grímur á það til að ganga fulllangt í þessa átt. Fjærst er
hann mæltu máli þegar honum dettur í hug að beita dróttkvæðum
hætti og ætlar sér að verða fornlegur, svo sem á einum stað þar sem
kórinn verður vitni að morði Agamemnons í samnefndu leikriti eftir
Æskýlos:19
Svinnur sjer hvað inni
seggur býr á neggi,
vitur skilur skati
skrum hvað merkir guma.
Ef þessi orð yrðu sögð á sviði þyrfti að gera smáhlé á sýningunni
meðan áhorfandi er að átta sig á merkingunni. Hér er eins og þýð-
andinn leiki sér að máli fremur en hann komi til skila merkingu og
hugblæ textans. En yfirleitt tekst betur til þar sem endarími er beitt,
svo sem í leikriti Evrípídesar, Bakkynjum, þar sem það hæfir vel kór
Bakkynjanna, kvennanna í fylgdarliði Díonýsosar eða Bakkusar sem
stíga trylltan dans upp um fjöll — hér í atriði þar sem guðinn hefur
talið hinn siðavanda Penþeif á að klæðast kvenmannsfötum til að
njósna um hin forboðnu blót:20
Æðis hundar!
ólmir skundið
uppá fjöll,
þar sem sprunda glymur göll;
Kadmos’s dætur
fima fætur
flytja þar um völl,
kvenþjóð kát er öll.
Hér ná rím og ákveðin hrynjandi sterkum áhrifum sem hæfa vel
dansi. En það er ekki alls staðar sem kórinn samanstendur af trylltum
Bakkynjum; stundum eru það svifaseinir öldungar sem reyta af sér
flókna speki með tilhlýðilegri hægð og semingi. Þá reynir á að orða
hugsanir þeirra nógu skýrt svo að áheyrendur megi nema. Á þessu
verður einkum misbrestur hjá Grími þar sem hugsunin er í flóknara
lagi, svo sem í kórnum fræga í Antígónu um mannskepnuna þar sem
lýst er getu eða öllu heldur ógnvænleik (deinotes) hennar og hefst á orð-
19 Grímur Thomsen (1934 II:167).
20 Grímur Thomsen (1934 II:233).