Són - 01.01.2004, Síða 108

Són - 01.01.2004, Síða 108
KRISTJÁN ÁRNASON108 Þrátt fyrir þessa vankanta — sumpart kannski vegna þeirra — verður ekki annað sagt en að Grímur, með sínu mergjaða orðfæri og þróttmikla brag, nái best allra þýðenda að miðla þeirri ástarglóð sem Sapfó er frægust fyrir — og er þá mikið fengið. Þetta kemur og fram í öðrum kvæðum grískra góðskálda þar sem hann beitir ýmsum aðferðum og mikilli fjölbreytni í háttavali. Í „Upp, upp hugur“ eftir Arkílokkos fylgir hann hinu trokkíska tetrametri (danslagi) frumtextans nokkuð vel framan af, þótt hann brjóti hann upp í styttri línur og haldi ekki bragnum til enda og prjóni í ofanálag heilt erindi frá eigin brjósti aftan við líkt og hann gerði að sögn í ljóðinu „Táp og fjör“. Í öðrum kvæðum eftir ýmsa höfunda breytir hann um hátt eftir þörfum og hugblæ hvers kvæðis um sig, og þannig nær hann jafnt með hægri hrynjandi náttúrukenndinni í frægu kórljóði Alkmans sem er undanfari „Næturljóðs vegfarans“ eftir Goethe, og með öllu hraðara hljóðfalli léttleikanum og glettninni í ástarljóðum eignuðum Anakreoni, svo dæmi séu nefnd. Meðal lýrískra kvæða hafa sveitasælukvæðin frá síðfornöld nokkra sérstöðu, en þau virðast hafa fengið talsverðan hljómgrunn og freistað þýðenda, eins og sjá má á því að höfuðpaur þeirra, Þeokrítos frá Alexandríu, var fyrsta gríska ljóðskáldið sem þýtt var eftir á íslensku svo vitað sé. Þar var að verki Benedikt Gröndal eldri en tengdasonur hans, Sveinbjörn Egilsson, gerði Moskosi og Bíoni einnig góð skil og hefur þessi skáldskapur orðið íslenskum ættjarðarskáldum fyrirmynd og uppspretta er þau vegsömuðu landkosti síns gamla Fróns og unað sveitalífs. Grímur fetar í fótspor Sveinbjarnar með þróttmiklum og frjálslegum þýðingum rímuðum á kvæðum þeirra Moskosar og Bíons, en hæst ber þó líklega þýðingu síðsumarshjarðljóðsins eftir Þeokrítos þar sem hexametri frumtextans er í gerð Gríms snúið upp í jambískt tetrametur órímað, líkt og hann gerir einnig í þýðingu á hómerskum hymna um hambrigði Díonýsosar. En þar skilur milli höfundar og þýðanda að Alexandríumaðurinn gerir sig ánægðan með að neyta ávaxta jarðarinnar og er alsæll meðan hann hlýðir á suð bíflugna og tíst skortítna þar sem hann liggur endilangur í ljúfu rjóðri, en þýðandinn þarf meira til og dregur fram í lokin vasapela að íslenskum sið og kórónar með því samruna manns og náttúru:26 Úr flöskunni var þá tekinn tappinn, teigaður sopi’ af gömlu víni. 26 Grímur Thomsen (1934 II: 137).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.