Són - 01.01.2004, Page 110

Són - 01.01.2004, Page 110
KRISTJÁN ÁRNASON110 við öðrum og verri skáldum sem veita harða samkeppni, þó að þau líkist helst krákum við hlið arnarins:28 krunkfróða ég korpa heyri gjalla kringum örnina með hásum munni. Hér duga engin vettlingatök, og hér er sem Grímur, höfundur „Ása- reiðar“, sé fremur í essinu sínu og hafi frjálsari hendur en við hina fín- legu og hárnákvæmu list Sapfóar. Hann hirðir ekki um að eltast við óreglulega hrynjandi Pindars en gerir sér lítið fyrir og keyrir svifléttar ljóðlínur hans saman í fastrímuð, háttbundin erindi með sex línum og tveim rímuðum í lokin. Hér eru á ferðinni erindi af því tagi sem hann notar svo víða í stærri kvæðum, svo sem „Hemings flokki Ásláksson- ar“ og „Rímum af Búa Andríðssyni“ og hann kann að hafa lært af kvæðabálki Byrons Don Juan og hafa sér til ágætis að vera vel fallin til frásagnar en eru jafnframt oftar en ekki tilefni til að klykkja út með spekiorðum. Þessum tveim þáttum fylgir Grímur eftir misvel því að frásagnarþátturinn er yfirleitt styttur að mun og einfaldaður, enda um goðsagnir að ræða, yfirleitt ókunnar íslenskum lesendum. En um spekiyrði og ályktanir er því öfugt farið; þar vill þýðandinn bæta í og sumt af því eftirminnilegasta í þýðingunum á sér ekki beina sam- svörun í frumtextanum en er fremur eins konar útfærsla á því sem þar er gefið í skyn. Þetta á við fleyg orð á borð við:29 Mest er vert um mikla sálarþrekið, mun það aldrei verða frá þjer tekið. eða Lystin minkar, mjög ef í er borið, mörgum fellur betur þynnra skorið. Það er líka nokkurs vert að Grími tekst að þræða hinar höfðinglegu hugsanir nokkuð heillega en einna best nær hann að sameina það að fylgja frumtextanum og eigin orðkynngi þar sem lýst er náttúrufyrir- brigðum, svo sem í lýsingu eldgoss úr Etnu þar sem þursinn Týfon og hyski hans láta að sér kveða og sómir hún sér vel með frumkveðn- 28 Grímur Thomsen (1934 II:149). 29 Grímur Thomsen (1934 II:140–141).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.