Són - 01.01.2004, Side 134

Són - 01.01.2004, Side 134
EYSTEINN ÞORVALDSSON134 Í gjánni neðar er gálganum valinn staður svo megi sjá hann dagana fyrir dauðann dæmdur fjötraður maður teymdur í lestinni allrar veraldar veg. Kvæðið er háttbundið á sinn hátt; í því eru ljóðstafir, hrynjandi og rím þótt ekki sé með hefðbundnu sniði. Þessum brageigindum er hér beitt í samræmi við efnið og þær áherslur sem skáldið vill gefa því. Ljóð- stöfum er ekki komið fyrir eftir sama mynstri í ljóðinu öllu. Þessvegna verður hrynjandi textans með blæbrigðum en ekki í einhæfum takti þegar ljóðið er lesið. Rímað er einungis einu sinni. Erindaskipting og línulengd er ekki heldur með fastri skipan eins og í hefðbundnum kvæðum. Hér er semsagt vikið frá ströngum hefðbundnum brag en formeigindir hans notaðar á nýstárlegan hátt. Hvað er þá módernískt við þetta ljóð, hvað skilur það frá hefðbundnum kveðskap? Fyrst mætti telja frávikin frá einsleitri ljóðstafasetningu og frá fastskorðuðu formi, þ.e. fastri skipan á ljóðlínum og erindum. Ljóðið er miðleitið; hér er engin mælska eða málalengingar, en í beinum svipmyndum ljóðsins frá Þingvöllum felst örlagaþrungið efni: Þingmannalestin fetar sig eftir Langastíg og niður Stekkjargjá þar sem gálginn bíður; hinn dæmdi maður í fjötrum er væntanlega bundinn aftan í hest og teymdur þannig áfram. Vegur allrar veraldar er þekktur úr stuðluðu orðtaki íslensku. Þetta er vegur dauðans, að fara veg allrar veraldar merkir að deyja, týnast, og kemur m.a. fram í hinum kunna sálmi Hallgríms Péturssonar „Um dauðans óvissa tíma“. Fanginn, sem nálgast gálgann, hefur raunverulega þegar verið leiddur á þennan veg sem jafnframt er hans langi stígur á leið til aftökustaðarins. Með þess- ari aðferð yrkir skáldið módernískt ljóð sem hefur þó ákveðna form- gerðarþætti úr hefðinni. En ljóðbyltingin fólst alls ekki eingöngu í því að hafna alveldi ljóð- stafa og ríms. Í rimmunni um ljóðbyltinguna voru varðmenn hefðar- innar svo gagnteknir af ljóðstöfum og rími að þeir minntust yfirleitt alls ekki á þær breytingar sem reyndust hafa hvað mest áhrif á næstu skáldakynslóðir. Þær eru: miðleitni, þ.e. markviss, hnitmiðuð notun tungumálsins með mállegri nýsköpun af ýmsu tagi, nýjungar í mynd-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.