Són - 01.01.2004, Blaðsíða 134
EYSTEINN ÞORVALDSSON134
Í gjánni neðar
er gálganum valinn staður
svo megi sjá hann
dagana fyrir dauðann
dæmdur fjötraður maður
teymdur í lestinni
allrar veraldar veg.
Kvæðið er háttbundið á sinn hátt; í því eru ljóðstafir, hrynjandi og rím
þótt ekki sé með hefðbundnu sniði. Þessum brageigindum er hér beitt
í samræmi við efnið og þær áherslur sem skáldið vill gefa því. Ljóð-
stöfum er ekki komið fyrir eftir sama mynstri í ljóðinu öllu. Þessvegna
verður hrynjandi textans með blæbrigðum en ekki í einhæfum takti
þegar ljóðið er lesið. Rímað er einungis einu sinni. Erindaskipting og
línulengd er ekki heldur með fastri skipan eins og í hefðbundnum
kvæðum. Hér er semsagt vikið frá ströngum hefðbundnum brag en
formeigindir hans notaðar á nýstárlegan hátt. Hvað er þá módernískt
við þetta ljóð, hvað skilur það frá hefðbundnum kveðskap? Fyrst
mætti telja frávikin frá einsleitri ljóðstafasetningu og frá fastskorðuðu
formi, þ.e. fastri skipan á ljóðlínum og erindum. Ljóðið er miðleitið;
hér er engin mælska eða málalengingar, en í beinum svipmyndum
ljóðsins frá Þingvöllum felst örlagaþrungið efni: Þingmannalestin
fetar sig eftir Langastíg og niður Stekkjargjá þar sem gálginn bíður;
hinn dæmdi maður í fjötrum er væntanlega bundinn aftan í hest og
teymdur þannig áfram. Vegur allrar veraldar er þekktur úr stuðluðu
orðtaki íslensku. Þetta er vegur dauðans, að fara veg allrar veraldar
merkir að deyja, týnast, og kemur m.a. fram í hinum kunna sálmi
Hallgríms Péturssonar „Um dauðans óvissa tíma“. Fanginn, sem
nálgast gálgann, hefur raunverulega þegar verið leiddur á þennan veg
sem jafnframt er hans langi stígur á leið til aftökustaðarins. Með þess-
ari aðferð yrkir skáldið módernískt ljóð sem hefur þó ákveðna form-
gerðarþætti úr hefðinni.
En ljóðbyltingin fólst alls ekki eingöngu í því að hafna alveldi ljóð-
stafa og ríms. Í rimmunni um ljóðbyltinguna voru varðmenn hefðar-
innar svo gagnteknir af ljóðstöfum og rími að þeir minntust yfirleitt
alls ekki á þær breytingar sem reyndust hafa hvað mest áhrif á næstu
skáldakynslóðir. Þær eru: miðleitni, þ.e. markviss, hnitmiðuð notun
tungumálsins með mállegri nýsköpun af ýmsu tagi, nýjungar í mynd-