Són - 01.01.2004, Page 141
HVERS MEGA SÍN ORÐ LJÓÐSINS? 141
Mitt brjóst svo órótt er
að engin halda bönd,
á hjarta blóðið ber
sem bylgjukast við strönd;
þá hjarta særðist meyjar-augna eldi,
hver undan kemst því ríka töfraveldi?
Í næsta erindi er áréttað að „augna ástarhót“ kvenna séu beittari en ör
eða spjót og hafi lagt margan kappann að velli, „og margan sært og
tárin hafa runnið“. Það sem eftir lifir kvæðis eru svo eldheitar ástar-
játningar til hinnar fráneygu stúlku, sem mælandinn gefur hjarta sitt
og hönd, líf, ást og önd. Enn birtast myndir náttúrufegurðar, lind í
hlíð og stjörnunótt „sem örva svein og mey til kærleiksfunda“. Í lokin
er hið kæra sprund hvatt til að koma í birkilund, „og vefðu þig að
heitu hjarta mínu, / sem höggum tíðum slær á móti þínu“.
Þetta er löng og innfjálg ástartjáning, skreytt með fögrum náttúru-
mótífum sem árétta meyjarfegurðina og efla hina ólgandi, rómantísku
ástarþrá.
Til samanburðar er ljóðið „Æska“10 eftir Einar Braga sem kemur
hér í fullri lengd:
Andvarinn vekur
vatnið um ljósa óttu
eins vekur ástin
öldur í þínu blóði
nýjar á hverri nóttu.
Ástardraumur æskunnar er hér yrkisefnið eins og í kvæði Steingríms
og í tilvitnuðu erindi í kvæði hans eru svipuð mótíf og í ljóði Einars
Braga sem einnig hefst á fallegri náttúrumynd. En hér er samt allt
með öðrum rómi. Einar Bragi notar þessa beinu náttúrumynd sem
myndlið í heildarmyndhverfingu ljóðsins; tjáning tilfinningarinnar er
hér með miklu hógværara yfirbragði. Ljóðið er í 2. persónu og fær við
það almenna skírskotun í stað persónulegrar játningar mælandans í
kvæði Steingríms. Kvæði Steingríms er að sjálfsögðu vandlega klætt í
hefðbundið form. Ljóð Einars Braga er einnig háttbundið. Í því eru
10 Einar Bragi (1969:[2]).