Són - 01.01.2004, Síða 141

Són - 01.01.2004, Síða 141
HVERS MEGA SÍN ORÐ LJÓÐSINS? 141 Mitt brjóst svo órótt er að engin halda bönd, á hjarta blóðið ber sem bylgjukast við strönd; þá hjarta særðist meyjar-augna eldi, hver undan kemst því ríka töfraveldi? Í næsta erindi er áréttað að „augna ástarhót“ kvenna séu beittari en ör eða spjót og hafi lagt margan kappann að velli, „og margan sært og tárin hafa runnið“. Það sem eftir lifir kvæðis eru svo eldheitar ástar- játningar til hinnar fráneygu stúlku, sem mælandinn gefur hjarta sitt og hönd, líf, ást og önd. Enn birtast myndir náttúrufegurðar, lind í hlíð og stjörnunótt „sem örva svein og mey til kærleiksfunda“. Í lokin er hið kæra sprund hvatt til að koma í birkilund, „og vefðu þig að heitu hjarta mínu, / sem höggum tíðum slær á móti þínu“. Þetta er löng og innfjálg ástartjáning, skreytt með fögrum náttúru- mótífum sem árétta meyjarfegurðina og efla hina ólgandi, rómantísku ástarþrá. Til samanburðar er ljóðið „Æska“10 eftir Einar Braga sem kemur hér í fullri lengd: Andvarinn vekur vatnið um ljósa óttu eins vekur ástin öldur í þínu blóði nýjar á hverri nóttu. Ástardraumur æskunnar er hér yrkisefnið eins og í kvæði Steingríms og í tilvitnuðu erindi í kvæði hans eru svipuð mótíf og í ljóði Einars Braga sem einnig hefst á fallegri náttúrumynd. En hér er samt allt með öðrum rómi. Einar Bragi notar þessa beinu náttúrumynd sem myndlið í heildarmyndhverfingu ljóðsins; tjáning tilfinningarinnar er hér með miklu hógværara yfirbragði. Ljóðið er í 2. persónu og fær við það almenna skírskotun í stað persónulegrar játningar mælandans í kvæði Steingríms. Kvæði Steingríms er að sjálfsögðu vandlega klætt í hefðbundið form. Ljóð Einars Braga er einnig háttbundið. Í því eru 10 Einar Bragi (1969:[2]).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.