Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 7

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 7
7 Hvað á að stýra menntarannsóknum? Ég heimsótti grunnskóla nýlega til undirbúnings rannsókn. Þar mátti sjá sjö ára nem- endur njóta þess að vinna að fjölbreyttum og skemmtilegum viðfangsefnum sem kenn- ararnir fullyrtu að skiluðu þeim þekkingu og færni mun fyrr og betur en þær kennsluað- ferðir sem áður voru notaðar. Það er ánægjulegt þegar staðfesta má með rannsóknum að nám sé jafnt áhugahvetjandi sem árangursríkt. Það er erfiðara að verða þess áskynja að kennsluaðferðum sé beitt til langframa án þess að þær komi nemendum til góða, hvað þá að árangurinn sé metinn kerfisbundið. Eitt hörmulegasta dæmið um slíkt var þegar heyrnarlausum nemendum var kennt með talmálsaðferð í hundrað ár hér á landi, jafn- vel þótt ljóst væri að fyrir fjölmarga nemendur bar hún engan árangur. Þetta var gert til að breyta þeim sem bjuggu við heyrnarskerðingu í „virðingarverðar manneskjur“ með því að kenna þeim að beita þjóðtungunni rétt. Og þetta var gert þrátt fyrir þá vitneskju að hægt væri að nota táknmál í kennslunni sem gerir heyrnarlausum nemendum tjá- skipti möguleg og kleift að átta sig á merkingu hugmynda og hugtaka. Við ættum því að hafa augun opin fyrir kennsluaðferðum og -aðstæðum sem kunna að vera brúkaðar enn í dag þrátt fyrir takmarkaðan árangur. Í ofangreindum tilvikum eru það aðstæður á vettvangi sem kalla á rannsóknir. En margt annað stýrir rannsóknum, hvort þær eru yfirhöfuð unnar og þá hvernig: fyrri rannsóknir hér eða erlendis, fræðikenningar sem hátt ber hverju sinni, stefna Vísinda- og tækniráðs eða annarra sem útdeila rannsóknarfé og áherslur pólitískra yfirvalda. Allt þetta eru dæmigerðir áhrifavaldar sem taka þarf tillit til þegar rannsóknir eru undir- búnar. Nýlega hefur bæst við þáttur sem um þessar mundir hefur einna mest áhrif á rannsóknarafköst (en síður -gæði) háskólakennara en það eru reglur Vísindanefndar opinberra háskóla um mat á störfum kennaranna. Þær gera ráð fyrir umbun í formi stiga fyrir vísindagreinar sem birtar eru í viðurkenndum fagtímaritum. Stigin eru höfð sem mælikvarði á afköst jafnt sem gæði starfa einstaklinga og ráða því hvort þeir njóta sömu réttinda, launakjara, framgangs í starfi og rannsóknarstyrkja og kollegar þeirra. Stigakerfið hefur haft þau áhrif að birtingum (sem í flestum tilvikum fjalla um rann- sóknir) hefur fjölgað mjög á sviði menntavísinda og á skyldum sviðum á örfáum árum. Vissulega þurfti vettvangurinn sárlega á því að halda að rannsóknum fjölgaði. Þannig fáum við ítarlegri upplýsingar (sem vonandi hvetja til umbóta) um allt sem varðar nám FRÁ RITSTJÓRA Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 7.-10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.