Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 8

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 8
8 FRÁ RITSTJÓRA og kennslu, hreyfingu og heilbrigði, tómstundastarf, þroskaþjálfun, skólastjórnun, sér- kennslu, uppeldi og hvað þetta nú allt saman heitir. En vegna þess að ekki hafa orðið sambærilegar hækkanir á rannsóknarstyrkjum þurfa nú rannsakendur, sem flestir eru jafnframt í kennslu og/eða stjórnun, að leggja harðar að sér í starfi en nokkru sinni fyrr. Jafnframt er svo hætta á því að þeir falli í þá freistni að vinna yfirborðslegar rannsóknir sem hægt er að fá stig fyrir og skeri viðfangsefnin niður í hæfilega búta til birtingar til að bæta „nýtinguna“. Smám saman munu rannsakendur því fara að spila með og stýra stigakerfi háskólanna og kerfið mun hætta að virka á þann hátt sem því var upphaflega ætlað. Enn verri er sú hætta að kerfið gangi af þeim rannsóknum dauðum sem leitast við að fá yfirlit yfir óljós fyrirbæri, svo sem brennandi áhuga sjö ára nemenda á því að skrifa niðurstöður náttúrufræðiathugana sinna þótt þeir kunni ekki að lesa. Þetta á við um allar rannsóknir sem krefjast tíma, mikilla gagna og flókinnar greiningar. Eitt af markmiðum FUM og TUM er að fjalla um menntarannsóknir af margvíslegum sjónarhóli. Of lítið hefur verið af því gert hingað til að leita til fræðimanna úr öðrum greinum en menntunarfræði til að skrifa um málefni sem varða rannsóknir á þessu sviði. Má nefna sem dæmi félagsfræði, félagsráðgjöf, fötlunarfræði, sagnfræði, mannfræði, hagfræði, lögfræði, heimspeki, guðfræði, heilbrigðisfræði, arkitektúr og fræði um opin- bera stjórnsýslu. Hér er nokkur bragarbót gerð með því að birta grein um byggingarlist eins og hún birtist í skólabyggingum og aðra um hagfræði menntamála. Fjárframlög til menntamála eru gjarnan meginumræðuefnið þegar menntunar er getið í fjölmiðlum og fjölmargir embættismenn sinna þessari hlið menntunar þótt sjaldan sé um hana fjallað fræðilega hér á landi. Hagfræði menntunar er hins vegar til umfjöllunar í háskólanámi víða um heim. Í þessu tölublaði TUM fjallar Þórólfur Matthíasson um það sem hann kallar kostnað við þekkingarmiðlun. Hann lýsir áhrifum „markaðsbresta í skólastarfi“ og skýrir hvernig þeir hafa áhrif á kostnað við nám og á ávinning nemenda af skólasókn. Til viðbótar beinum kostnaði rekstraraðila skóla kemur það sem hann kallar kraðakskostnað nemenda þar sem þátttaka eins dregur úr ávinningi annars af náminu. Í framhaldi af greinum í fyrri tölublöðum TUM eftir Amalíu Björnsdóttur, Baldur Kristjánsson og Börk Hansen fjalla þau nú um þann hluta rannsókna sinna sem við- kemur skólamenningu. Vísbendingar sem fram koma í niðurstöðunum um tengsl milli menningar skóla og árangurs á samræmdum prófum eru sérlega áhugaverðar. Í sumum skólum virðist sem áhersla sé lögð á að skapa umhverfi samanburðar á námsárangri, einkum í þeim skólum þar sem skólamenningin einkennist af sókn í völd og áhrif. Í öðrum skólum er áherslan frekar á nám og kennslu, einkum þar sem sterk tengsl eru milli kennsluhátta sem efla skilning og nýbreytni og svo forystu og stefnufestu. Höf- undar gefa þessum tveimur megingerðum af skólamenningu heitin samkeppnismenning og námsmenning. Fjallað er um þróunarstarf í leikskóla í greininni Samfélag jafningja eftir Svövu Bjargar Mörk og Rúnar Sigþórsson en greinin er byggð á meistaraprófsritgerð Svövu Bjargar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.