Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 9

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 9
9 Hvað á að stýra menntarannsóknum? Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að skólagreindalíkanið sem lagt var til grundvallar væri vel til þess fallið að byggja upp lærdómssamfélag í leikskólanum í anda Reggio Emilia og með áherslu á samræður, samvinnu, dreifða forystu og ábyrgð, traust, umhyggju og virðingu. Enn fremur sýndu niðurstöður að jöfn tækifæri til náms og starfsþróunar innan skólans væru nauðsynleg kennarasamfélaginu til að byggja upp slíkt samfélag. Torfi Hjartarson og Anna Kristín Sigurðardóttir skrifa um Hönnun skólabygginga í ljósi þróunar í kennsluháttum á undanförnum árum. Hönnunareinkenni fimm ís- lenskra grunnskóla, sem allir hafa risið á þessari öld, voru greind með hliðsjón af nýjum straumum á sviði byggingarlistar, menntavísinda, skólastarfs og tækni. Skoðuð var skipan kennslurýma, opin rými og samkomusalir, rými fyrir list- og verkgreinakennslu, skólasöfn eða upplýsingaver, vinnustöðvar kennara, rými fyrir útikennslu og tengsl við nærsamfélag auk þess sem undirbúningur hönnunar var skoðaður sérstaklega. Greinin Kyngervi raunvísinda er eftir Þuríði Ósk Sigurjónsdóttur og Sif Einarsdóttur. Lagður var spurningalisti fyrir 139 karla og 46 konur, sem sóttu nám í því sem höf- undar kalla „hefðbundnar karlagreinar“ við HÍ, um hindranir og hvata í námsvali og um upplifun nemenda af menningu greinanna. Niðurstöðurnar benda til þess að kven- nemendur hafi trú á eigin færni og séu sterkir námsmenn en hafi þurft meiri hvatningu og stuðning til að velja nám í hefðbundnum karlagreinum en karlkyns samnemar. Þær virðast samsama sig vel við menningu og gildismat greinanna en þegar kemur að við- horfi til kynja koma fram merki um ákveðna togstreitu. Næsta grein, Kannski erum við orðnar svo miklar strákastelpur að það haga sér allir eins, tengist þeirri fyrri á þann hátt að síðari höfundur var meðleiðbeinandi við vinnslu meist- araprófsverkefna sem báðar greinarnar byggjast á. Báðar fjalla þær um kynjamenningu í raun- og tæknigreinum við Háskóla Íslands; fyrri rannsóknin er unnin með spurninga- lista en sú síðari með viðtölum. Hér skrifa Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir um orðræðu og áhrifavalda í menningu raun- og tæknivísinda- greina. Greinarnar sem rannsóknin tók til voru eðlisfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði, stærðfræði og tölvunarfræði. Niðurstöðurnar sýna að karllæg viðmið eru ráðandi innan raunvísindageirans og endurspeglast það bæði í jafningjamenningu og námstilhögun. Loks er grein eftir Rúnar Sigþórsson sem heitir Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins í 7. bekk. Rannsóknin var hluti af doktors- verkefni höfundar sem beindist að kennslu í náttúrufræði og íslensku á unglingastigi og áhrifum samræmdra prófa á kennsluna. Athygli vekur að þrátt fyrir ólíkan tilgang samræmdu prófanna í 7. og 10. bekk hafði íslenskukennslan í 6. og 7. bekk og orðræða nemenda um prófið öll sömu megineinkenni og á unglingastiginu. Þetta vekur spurn- ingar um raunveruleg áhrif samræmdu prófanna á íslenskukennslu og að hve miklu leyti hún mótist af gróinni hefð fyrir kennsluháttum af því tagi sem lýst er í greininni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.