Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 12

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 12
Þórólfur Matthíasson 12 fellda leiðsögn ósýnilegu handarinnar eigi við í hagkerfi þar sem ekki ríkir óvissa, þar sem öll gæði eru einkagæði (sem útilokar almannagæði á borð við réttarkerfi), þar sem efnahagsleg samskipti tveggja ein- staklinga hefðu aðeins áhrif á verð í hag- kerfinu en hefðu ekki önnur efnisleg áhrif á þriðja aðila (sem útilokar mengun), þar sem neysla hvers neytanda og framleiðsla hvers framleiðanda er lítil í samanburði við framboð og eftirspurn á markaðnum eftir viðkomandi vöru (sem útilokar einkasölu og einkakaup) og þar sem allir markaðsaðilar hafa fulla yfirsýn yfir allt verð og önnur atriði sem máli skipta fyrir verðmyndun á markaðnum (það úti- lokar t.d. að seljandi notaðs bíls geti leynt göllum). Setjum sem svo að ein eða fleiri af þessum forsendum standist ekki á ein- hverjum markaði. Afleiðingin getur orðið sú að ekki verði boðið upp á viðkomandi vöru eða þjónustu. Einkarekin tryggingar- fyrirtæki bjóða ekki upp á atvinnuleysis- tryggingar svo dæmi sé tekið. Afleiðingin getur einnig orðið sú að vara eða þjónusta sé framleidd í meira eða minna magni en hagkvæmt getur talist. Mengun er dæmi um hið fyrrnefnda, löggæsla og hervarnir eru dæmi um hið síðarnefnda. Þegnar margra samfélaga hafa komið sér saman um að reka almannatryggingar, að leggja bönd á umfang mengandi starfsemi og að kosta lögreglulið og hervarnir. Með þessum hætti leitast þegnarnir við að berja í bresti markaðarins eftir því sem kostur er og kunnátta leyfir. Uppfræðsla og þekkingarmiðlun eru almannagæði eða ófullkomin almanna- gæði1: Sé rétt að málum staðið þynnist 1 Hrein almannagæði (e. pure public good) ein- þekkingarframboð ekki út við það að margir séu uppfræddir samtímis meðan fjöldinn er innan ákveðinna marka, sbr. umfjöllun um kraðakskostnað hér á eftir. Að þessu leytinu er þekkingarmiðlun frá- brugðin afhendingu einkagæða á borð við hamborgara og pepsíhálflítra. Skyndibita- skammturinn sefar aðeins hungur eins eða tveggja. Þessi staðreynd um eðli þekk- ingarmiðlunarinnar mótar eða ætti að móta rekstur og skipulag þekkingarmiðl- unarstofnunar á borð við háskóla, fram- haldsskóla og grunnskóla. Í öllum þessum stofnunum er leitast við að miðla til margra samtímis. Þetta er ekki auðvelt og rétt að leggja áherslu á orðin „Sé rétt að málum staðið“. Staðreyndin er nefnilega sú að auðvelt er að skipuleggja háskólakennslu og kennslu á öðrum skólastigum þannig að hún verði ónauðsynlega dýr og ónauð- synlega óskilvirk. Sé litið til skipulags og uppbyggingar námsframboðs eru mörg dæmi um að tveir fyrirlesarar séu, innan sömu skólastofnunar, að fara með sömu rulluna yfir tveimur litlum nemendahóp- um nánast á sama tíma. Mörg dæmi eru um að sömu nemendur séu látnir fara yfir næstum sama námsefnið í tveimur ólíkum skyldunámskeiðum. Mörg dæmi eru um að gloppur séu í undirbúningi nemenda sem eykur þeim og kennurum erfiði á síð- ari stigum. Sé litið til aðbúnaðar nemenda og kennara má finna fjölda dæma um að nemendahópar í dæmakennslu séu of kennast af því að margir geta notið þeirra án þess að notkun eða notkunarmöguleikar annarra skerðist á nokkurn hátt. Réttarkerfið, ljóskeila vita og hervarnir eru gjarnan nefnd sem dæmi um hrein almannagæði: Lagareglur eyðast ekki þó til þeirra sé gripið af lögreglu eða dómurum, vitaljós dofnar ekki þó skipstjórnarmönnum sem það sjá fjölgi, hervarnir veikjast ekki þó þegnum ríkis fjölgi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.