Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 16

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 16
16 Þórólfur Matthíasson sem fellur á nemendur. Kostnaður rekstr- araðila á nemanda lækkar með fjölgun nemenda en kraðakskostnaðurinn eykst. Sé gengið út frá því að fyrrnefndi kostn- aðarþátturinn, kostnaður rekstraraðila, sé yfirgnæfandi þegar nemendur eru fáir, en að síðarnefndi kostnaðarþátturinn, krað- akskostnaðurinn, nái yfirhöndinni eftir að fjöldi nemenda hefur náð ákveðinni tölu gildir að kostnaður á nemanda er lágmark- aður fyrir ákveðinn nemendafjölda; þar er fundinn kjörfjöldi nemenda í viðkomandi háskóladeild og í viðkomandi háskóla. Kjörfjölda nemenda leitað Áþreifanleiki kraðakskostnaðarins hefur haft sín áhrif á uppbyggingu deilda við há- skóla á Íslandi. Ástæðan er sú að rétt eins og að kraðakskostnaður er áþreifanlegri á öðrum skólastigum er kraðakskostnaður misáþreifanlegur eftir háskóladeildum. Hann er lítt áþreifanlegur þar sem kennsla er byggð á fyrirlestrum. Kraðakskostnaður er hins vegar mjög áþreifanlegur þar sem kennsla byggist á verklegum æfingum og þjálfun undir leiðsögn. Þar sem kraðaks- kostnaður er augljós hafa háskólagreinar á borð við læknisfræði, tannlækningar, sjúkraþjálfun og kennaramenntun fengið að takmarka aðgang nemenda. Þessar deildir eru líklega nálægt kjörstærð sinni. Deildir á sviði félags- og hugvísinda hafa ekki búið við sýnilegan kraðakskostnað fram til þessa vegna þess að þekkingar- miðlunin hefur aðallega verið í formi fyrir- lestra. Fjármögnun og aðgangsreglur rík- isháskólanna á Íslandi hafa því einungis tekið mið af áhrifum nemendafjöldans á meðalkostnað rekstraraðilans: Því fleiri nemendur, þeim mun betra. Afleiðingin er stórkostlegur munur milli deilda og fræðasviða á kennitölum á borð við fjölda nemenda á kennara. Tölvutækni og breyt- ingar á kennsluaðferðum hafa nú orðið til þess að afhjúpa kraðakskostnaðinn í hug- og félagsvísindagreinum, enda æski- legt og gerlegt að auka vægi æfingar- og dæmakennslu í þessum greinum. Krað- akskostnaðurinn verður því æ sýnilegri í þessum greinum. Kostunaraðilinn, ríkis- valdið, hefur enn ekki tekið tillit til þessara breytinga. Niðurstaða og umræða Beinn kostnaður rekstraraðila skóla á hvern nemanda lækkar eftir því sem nem- endum í kennslustund, fyrirlestri, dæma- tíma eða þjálfunartíma fjölgar. Fari fjöldi í kennslustund, á fyrirlestri, í dæma- eða þjálfunartíma yfir ákveðin mörk eykst óbeinn kostnaður sem fellur á nemendur í formi kraðakskostnaður. Þegar kraðaks- kostnaður fer að segja til sín dregur hratt úr ávinningi nemenda af skólasókninni. Það er erfitt að staðreyna umfang krað- akskostnaðar í einstökum tilvikum. Skóli á lægra skólastigi getur vísað til gengis fyrrverandi nemenda á síðari skólastigum sem vísbendingar um að kraðakskostnaði sé haldið í skefjum. Skóli sem býður upp á lokastigsmenntun getur vísað til gengis nemenda að námi loknu, en algengara er að slíkir skólar noti gengi starfsmanna sinna í rannsóknum og þróunarstarfsemi sem vísbendingu um gæði þeirrar starf- semi sem fram fer innan veggja stofn- unarinnar. Skólar reyna að senda skila- boð, merki, til væntanlegra nemenda og annarra sem beint eða óbeint notfæra sér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.