Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 22

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 22
22 Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen liggja til grundvallar þessari niðurstöðu byggjast jafnan á leit að þáttum í starfsemi skóla sem hafa áhrif á námsárangur, m.a. forystu og stjórnun skólastjóra. Witziers, Bosker og Krüger (2003) segja að rannsóknir á þessu sviði dragi sumar upp mynd af sterkum áhrifum stjórnenda en aðrar veikum eða engum. Þeir telja að vandinn sem við sé að etja felist m.a. í því að stjórnun og forysta séu ekki eins skilgreind hjá öllum rannsakendum. Þeir telja enn fremur að mikill skortur sé á rannsóknum á óbeinum áhrifum, svo sem áhrifum skólastjóra á skólamenningu, áhrifum hennar á kennslu, og áhrifum kennslu á námsárangur. Creemers og Ky- riakides (2008) taka undir þessi sjónarmið og benda á mikilvægi þess að þróa heild- stæðari aðferðir við mat á áhrifum þátta í skólastarfi á nám og árangur nemenda. Skólamenning og gildismat Í umfjöllun fræðimanna um skóla beina margir kastljósinu að mikilvægi þess að skólinn lagi sig að breyttum aðstæðum í samfélaginu (Fullan, 2001). Maehr og Midgley (1996) eru sömu skoðunar, en þau hafa rannsakað náms áhuga um árabil. Þau telja að aldrei hafi verið jafnmikil þörf á að þróa skóla og nú á tímum. Þau draga upp mynd af því hvernig það samfélag sem við nú búum í hefur breyst og hvernig afrakst- ur í skólastarfi breytist með ári hverju. Þau telja í þessu sambandi upp atriði eins og lækkandi einkunnir, aukið brottfall nem- enda, aukið ofbeldi o.s.frv. Að þeirra mati á skólinn í verulegum vanda við að sinna hlutverki sínu. Þessi skoðun er sambæri- leg þeim áherslum sem skólafræðingar eins og Berliner og Biddle (1996) og Har- greaves og Fink (2006) leggja á skólastarf. Að mati Maehr og Midgley (1996) eru algeng viðbrögð við þessum aðstæðum að skilgreina námsmarkmið nákvæmar og fylgja því eftir með prófum á því hvernig nemendum gengur að uppfylla sett mark- mið. Segja þau þá aðferð byggjast á þeirri forsendu að hnitmiðuð markmið leiði til bættra kennsluhátta. Gallinn við þessa leið sé aftur á móti sá að ekki sé sjálfgefið að hún verði til þess að auka áhuga nemenda á námi sem þau telja lykilatriði þess að bæta árangur í skólastarfi. Önnur algeng viðbrögð, að þeirra mati, við þessum vanda eru að reyna að bæta kennaramenntun og vanda betur ráðn- ingar í kennslustörf. Þau segja að auðvitað megi alltaf gera betur á þessu sviði sem öðrum. Reynsla þeirra bendi aftur á móti alls ekki til þess að slök menntun kennara sé helsta ljónið á veginum. Þau benda einn- ig á að þau skilaboð sem felist í umræðu af þessu tagi séu ekki uppörvandi fyrir kennara. Þau telja kröfur um uppstokkun á kennaramenntun vera óraunsæja leið til að breyta skólastarfi; ráðast verði á vand- ann strax. Það taki kynslóðir að ná fram áhrifum af breyttri kennaramenntun, þ.e. ef vel tekst til. Maehr og Midgley (1996) tilgreina í þessu sambandi margs konar aðrar viðeig- andi ráðstafanir, svo sem að endurskipu- leggja stjórnun í skólum og færa ákvarð- anir nær vettvangi; að bæta vinnuskilyrði kennara; að breyta námskrám og bæta námsefni; að bjóða upp á valkosti í skóla- starfi með samkeppni, t.d. með einkaskól- um (e. private schools) eða samningsskól-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.