Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Qupperneq 23

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Qupperneq 23
23 Skólamenning og námsárangur um (e. charter schools); að auka fjármagn til skólastarfs og svo mætti lengi telja. Að mati Maehr og Midgley (1996) eru allar framangreindar ráðstafanir dæmi um leiðir sem geta haft áhrif ef þær ná að virkja áhuga nemenda með einum eða öðrum hætti. Þau telja að vandinn liggi að sjálfsögðu í vandkvæðum í skólastarf- inu en þá liggi lausnirnar þar jafnframt. Að þeirra mati felst vandinn í gildismati skólastjórnenda og kennara sem mótar menningu flestra skóla. Í því gildismati felist jafnan að megintilgangur skólastarfs sé að aðstoða nemendur við að ná form- legum námsmarkmiðum. Þau segja að slíkt gildismat leiði til kennsluaðferða sem ali á samkeppni meðal nemenda og veki þá til- finningu hjá þeim að þau séu að vinna eða tapa. Telja þau þá leið hafa fælandi áhrif á stóran hóp nemenda og gera þá andsnúna námi, einkum þá sem á mestri hjálp þurfi að halda. Þau segja að þessu ástandi verði að breyta þannig að í skólamenningu sé námsáhugi nemenda grunnviðmið, þ.e. hvernig megi virkja nemendur til náms á þeirra forsendum. Skólamenning og kennsla Misjafnt er að hverju athyglin beinist í um- fjöllun um stofnanamenningu í skólum. Það sem skiptir mestu máli er hvaða áhrif menningin hefur í kennslustofunni. Þá er átt við hvernig menning eða bragur ríkir þar, hvaða áherslur eru við lýði og hvernig samskipti kennara og nemenda eru (Co- vington, 1992; Hill, 1990; Leithwood og Jantzi, 1994; McCombs og Whisler, 1997). Maehr og Midgley (1996) telja að rann- sóknir á námsáhuga nemenda bendi til þess að áherslur í störfum kennara skipti miklu máli en engu að síður séu samskipti kennara og nemenda þýðingarmest við mótun þeirrar menningar sem verður til í kennslustofu. Að þeirra mati er menn- ing kennslustunda í meginatriðum tvenns konar. Annars vegar er um að ræða menn- ingu sem einkennist af því að kennarar leggja áherslu á samkeppni meðal nem- enda og draga fram mun á getu þeirra (e. emphasis on ability). Hins vegar er um að ræða menningu sem felst í því að kennarar leggja áherslu á að nemendur leggi hart að sér við að reyna að leysa þau verkefni sem fyrir þá eru lögð (e. emphasis on task). Lit- ið er á mistök sem hluta af því að læra og öðlast vald á aðstæðum. Um leið er minni áhersla lögð á samanburð milli nemenda og er þá ekki alið á tilfinningu um van- hæfni hjá getuminni nemendum. Maehr og Midgley (1996) segja fjölda rannsókna sýna að námsáhugi nemenda sé mun meiri þegar þeir búi við verk- efnamiðað umhverfið (e. task oriented culture). Þau telja að verkefnamiðað um- hverfi virki hvetjandi á nemendur og að í slíku umhverfi finnist þeim þeir hafa vald á aðstæðum. Umhverfi sem hins vegar kyndir undir samanburði á frammistöðu og hvetur til samkeppni (e. ability oriented culture) vekur, að þeirra mati, vanmáttar- kennd hjá stórum hópi nemenda. Yfirlit um fleiri rannsóknir á þessu sviði má finna hjá Salili, Chiu og Hong (2001) og Pintrich og Maehr (2004). Eins og að framan greinir er það gildis- mat skólastjórnenda og kennara sem helst mótar skólamenningu. Því er áhugavert að spyrja: Hvaða áherslur eru við lýði í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.