Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 25

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 25
25 Skólamenning og námsárangur skóla og í framhaldi af því voru gerðar breytingar á listunum. Spurningalistarnir voru ekki samdir sérstaklega með það í huga að mæla þá þætti í skólamenningu sem hér koma fram heldur beindust þeir að ýmsum þáttum sem tengjast skólastarfi með áherslu á námsáhuga nemenda. Spurt var um bakgrunnsþætti, t.d. kyn, mennt- un, starfsaldur og hvaða bekkjum hinn spurði var að kenna. Þátttakendur voru síðan beðnir um að taka afstöðu til 50 stað- hæfinga, sem lýstu menningu skóla, við- horfum til náms nemenda og eigin starfs, með því að merkja við: 1 mjög ósammála, 2 frekar ósammála, 3 aðeins ósammála, 4 aðeins sammála, 5 frekar sammála og 6 mjög sammála. Í þessari grein er sjónum beint að staðhæfingum sem lýstu menn- ingu skólans, í heild, innan kennslustof- unnar og í samskiptum starfsmanna og stjórnenda. Svör þátttakenda voru borin saman við niðurstöður úr samræmdum prófum áranna 2007-2009 sem fengnar voru úr skýrslu Námsmatsstofnunar (Karl Fannar Gunnarsson og Sigurgrímur Skúlason, 2009). Notuð eru meðaltöl skólanna en þar kemur fram grunnskólaeinkunn sem er á normaldreifðum kvarða með meðaltal 30 og staðalfrávik 10. Notaðar eru einkunnir í stærðfræði og íslensku til að fá almenna mynd af námsárangri í skólanum sem minnst tengda einstökum kennurum. Spurningalistar sem kennarar svöruðu voru nafnlausir enda ekki verið að kanna áhrif hvers kennara á árangur, heldur áhrif ríkjandi einkenna á skólamenningunni. Nokkrar breytingar urðu á framkvæmd samræmdra prófa á því tímabili sem hér um ræðir. Nemendur í 4. og 7. bekk þreyttu samræmt könnunarpróf að hausti í íslensku og stærðfræði öll árin. Árið 2007 og 2008 voru próf í 10. bekk í samræmi við Reglugerð nr. 411/2000 þar sem nemendur gátu valið hvaða lokapróf þeir þreyttu og voru prófin haldin að vori. Möguleiki var einnig fyrir nemendur í 9. bekk að þreyta próf í einni eða fleiri grein. Vorið 2009 var ekki haldið samræmt lokapróf í 10. bekk en um haustið voru samræmd könnunarpróf í 10. bekk haldin í samræmi við Reglugerð nr. 435/2009. Einn árgangur nemenda tók því ekki samræmt próf í 10. bekk, þ.e. nemendur fæddir 1993 sem voru í 9. bekk þegar gögnum þessarar rannsóknar var safnað. Notaðar voru einkunnir í íslensku og stærðfræði frá nemendum í 10. bekk þar sem hæst hlutfall nemenda tók próf í þeim greinum. Hlutfallið var 93% í íslensku og 91% í stærðfræði bæði árin (Námsmats- stofnun, 2007, 2008). Haft var samband við alla þátttöku- skólana og gerður við þá samningur um þátttöku í rannsókninni. Rannsakendur fóru í viðkomandi skóla og lögðu spurn- ingalistana fyrir á kennarafundi eða á sér- stökum tíma sem tekinn hafði verið frá. Gagnasöfnun fór fram veturinn 2007–2008. Spurningalistarnir voru nafnlausir. Úrvinnsla Unnið var úr gögnum í forritinu SPSS 19.0. Notaðar voru hefðbundnar aðferðir við úrvinnslu: dreifigreining og margfaldur samanburður. Valið var að nota Games- Howell aðferðina við margfaldan saman- burð því hún hentar vel þegar unnið er með misstóra hópa þar sem aðferðin hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.