Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 32

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 32
32 Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen Í sumum skólanna virðist mikil áhersla lögð á að skapa umhverfi samanburðar hvað námsárangur varðar, einkum í þeim skólum þar sem völd og áhrif koma sterkt fram í skólamenningunni. Í öðrum skól- um er áherslan frekar á nám og kennslu, þ.e. þar sem sterk tengsl koma fram milli kennsluhátta sem beinast að því að efla skilning, nýbreytni og forystu og stefnu- festu. Ef til vill má gefa þessum tveimur megingerðum af skólamenningu heitin samkeppnismenning annars vegar og náms- menning hins vegar. Þessar niðurstöður vekja spurningar um orsakir og afleið- ingar en á grundvelli þessarar rannsóknar verður því ekki svarað. Rannsóknir á áhrifum skólastjóra á námsárangur eru margar og benda flestar til þess að hann gegni þar mikilvægu hlut- verki (Leithwood og Jantzi, 1994; Louis, Leithwood, Wahlstrom og Anderson, 2010; Rutter o. fl., 1979; Sammons, Hillman og Mortimore 1995). Deal og Peterson (1999) og Sergiovanni (2009) telja stjórnun og stjórnunarhætti hafa mikil áhrif á skóla- menningu og að meginhlutverk skóla sé að stuðla að sem árangursríkustu námi nemenda. Það þarf því ekki að koma á óvart að jákvæð fylgni mælist á milli þess að kennarar og deildarstjórar upplifi for- ystu og stefnufestu í skólamenningu og góðs árangurs nemenda á samræmdum prófum. Neikvæð fylgni er milli þáttarins ný- breytni og námsárangurs á samræmdum prófum í 10. bekk en í 4. og 7. bekk er fylgnin ekki marktæk. Eins og áður sagði er þessi þáttur byggður á staðhæfingum um að auðvelt sé fyrir kennara að kynna sér nýjungar, að koma góðum hugmynd- um á framfæri, að prófa nýjar kennsluað- ferðir, og jafnframt að skólastjórnendur séu virkir í að bæta kennsluhætti. Síðast- nefndi þátturinn hleður einnig á þáttinn forysta og stefnufesta. Því má velta fyrir sér hvort þarna sé um að ræða ákveðinn vilja til breytinga en að eitthvað vanti upp á eftirfylgni eða að óvissu gæti um hvaða nýjungar eigi að prófa. Ekki þarf heldur að búast við að áhersla á nýbreytni skili sér strax í bættum árangri á samræmdum prófum og í skólastarfi sem er fastmótað og árangursríkt fer líklega minni tími í ný- breytnistörf. Fræðimenn telja að það sem mestu máli skipti fyrir nemandann sé hvaða áhrif menning skólans hefur í kennslu- stofunni, hvaða bragur sé þar ríkjandi og hvernig samskipti kennara og nemenda eru (Covington, 1992; Creemers og Ky- riakides, 2008; Hill, 1990; Leithwood og Jantzi, 1994; McCombs og Whisler, 1997). Samkvæmt Maehr og Midgley (1996) sýnir fjöldi rannsókna að námsáhugi nemenda sé mun meiri í verkefnamiðuðu umhverfi (e. task oriented culture) en ef það ein- kennist af samanburði og samkeppni (e. ability oriented culture) sem vekur van- máttarkennd hjá stórum hluta nemenda- hópsins. Við þáttagreiningu í þessari rannsókn á staðhæfingum sem lýsa menningu í kennslu komu fram tveir þættir, eins og áður sagði, sem hér hafa verið nefndir kennsla – samanburður og kennsla – skilning- ur. Samanburðarþátturinn hafði neikvæð tengsl við árangur í 4. bekk en ekki mark- tæk hjá eldri nemendum, meðan þátturinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.