Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 33

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 33
33 Skólamenning og námsárangur sem mælir skilning hafði jákvæð tengsl við árangur í 4. og 7. bekk. Þetta samræmist vel ábendingum Maehr og Midgley (1996) um að samkeppni geti vakið vanmáttarkennd hjá stórum hópi nemenda sem síðan dragi úr árangri. Ábendingar Ginsberg (2004) og Ginsberg og Wlodkowski (1995, 2000) eiga því vel við þar sem mikilvægur liður í því að skólar nái góðum árangri er að skapa námsumhverfi sem kveikir áhuga og metnað allra nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga þegar nið- urstöður þessarar rannsóknar eru túlkaðar að verið er að skoða tengsl milli námsár- angurs og lýsingar kennara og deildar- stjóra á menningu hvers skóla en ekki sér- staklega á þeirri menningu sem ríkjandi var í bekkjum viðkomandi nemenda. Af þessari ástæðu er vart hægt að búast við sterkri marktækri fylgni þátta í menning- unni við árangur nemenda. Það er áhugavert að tengslin sem hér koma fram virðast sterkari í yngri bekkj- unum, 4. og 7. bekk, en í 10. bekk. Hafa skal í huga að á tímabilinu voru gerðar breytingar á samræmdum prófum í 10. bekk, þ.e. þau færð frá vori yfir á haust og gerð að skyldu, sem gæti skekkt niður- stöðuna. Einnig er kennsla á unglingastigi í meira mæli í höndum greinakennara en á yngri stigum og hugsanlegt að einstak- lingsbundin hæfni kennaranna og sam- skipti í kennslustofunni hafi meira vægi en skólamenningin. Þær vísbendingar sem koma fram í nið- urstöðunum um tengsl milli menningar skóla og árangurs á samræmdum prófum eru mjög áhugaverðar og vert að skoða þær frekar. Til þess þyrfti að þróa áfram mælitæki til að meta skólamenningu. Hér er unnið með spurningalista sem saminn var til að meta þætti í skólamenningu auk margra fleiri þátta. Fjölga þyrfti staðhæf- ingum til að fá stöðugri mælingu, bæta þau atriði sem hafa litla fylgni við þættina sem fram komu og endurbæta atriði sem hlaða á fleiri en einn þátt. Spurningalist- ann þyrfti síðan að leggja fyrir stærri hóp til að hægt væri að fá betra mat á stöðug- leika þáttanna. Þannig fengjust áreiðan- legri mælingar og möguleikar á að skoða þessi tengsl ítarlegar í fleiri skólum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.