Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 39

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 39
39 Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Umbætur í menntakerfi eru ofarlega á stefnuskrá stjórnvalda í flestum vest- rænum samfélögum. Leiðirnar eru hins vegar umdeildar og mörgum finnst hægt ganga. Fullan (2007) telur skýringanna ekki síst að leita í því að þróunarstarf beinist ekki nægilega markvisst að því sem máli skiptir í skólastarfi, þ.e. hæfni kennara og gæðum kennslu samfara námi og menntun nemenda. Með tilvísun til dæma um árangursríkt og árangurslítið þróunarstarf færir Fullan rök fyrir því að í öllum þróunarverkefnum sem eiga að bæta aðstæður og árangur nemenda þurfi að skapa markvissa orðræðu um framan- greinda þætti og styðja skóla við að efla færni kennara og endurskapa starfshætti og menningu skóla. Þetta er hins vegar ekki einfalt en margir menntunarfræðing- ar telja hugmyndina um skólann sem „lær- dómssamfélag“ (e. learning organization) eða faglegt námssamfélag (e. professional learning community) áhrifaríkustu leiðina til þess (DuFour, DuFour og Eaker, 2009; Stoll, Bolam, McMahon, Wallace og Tho- mas, 2006). Hugmyndin um lærdómssamfélag byggist meðal annars á vaxandi fjölda rann sóknarniðurstaðna sem benda til þess að árangur skólastarfs standi og falli með hæfni kennara (Barber og Mourshed, 2007; Hayes, Mills, Christie og Lingard, 2006; Kyriakides, Creemers og Antoniou, 2008) og um leið viðleitni þeirra til að læra stöð- ugt af starfinu og leita leiða til að gera bet- ur með því að ígrunda og rannsaka eigin starfshætti. Til þess verða þeir að tilheyra samfélagi sem lærir, þar sem samskipti, samábyrgð og sameiginleg sýn á nemand- ann, möguleika hans og velferð eru í fyrir- rúmi (Stoll o.fl., 2006). Senge (1990/2006) segir að þeir sem starfa í slíkri stofnun séu meðvitaðir og vakandi, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Þeir skynji sig sem hluta af stærri heild og átti sig á því að allt sem þeir gera hefur áhrif á heildina. Þeir hætti að einblína á að vandamálin séu öðrum að kenna en leiti þess í stað lausna í samstarfi við starfsfélaga. Þannig býr lærdómssam- félagið yfir hæfni til að byggja upp og við- halda þekkingu fagmannanna sem þar starfa með það fyrir augum að stuðla að árangri nemenda (DuFour o.fl., 2009; Stoll, o.fl., 2006). Lærdómssamfélag Reggio Emilia Það sem einkennir starfsaðferðir sem kenndar eru við Reggio Emilia er fyrst og fremst sýnin á barnið, möguleika þess og getu ásamt áherslu á umhyggju og virðingu fyrir öðrum. Aðferðin hefur verið í þróun frá árinu 1945 og er kennd við samnefnda borg á Norður-Ítalíu. Þeir sem vinna eftir aðferðinni líta frekar á hana sem viðhorf til leikskólanáms en fastmótaða uppeldisstefnu (Guðrún Alda Harðardóttir, 2001). Þess vegna eru skólar sem starfa í anda Reggio Emilia ólíkir enda þótt þeir eigi ákveðin grundvallarviðhorf og aðferðir sameiginlegar. Í starfsaðferðum Reggio Emilia er litið á hið hæfa barn sem býr yfir rannsóknar- löngun og forvitni um lífið sem einn af hornsteinum stefnunnar. Einnig er mikil áhersla lögð á lýðræðisleg vinnubrögð, samvinnu og samræður (Rinaldi, 2006). Loriz Malaguzzi, frumkvöðull starfsins í Reggio Emilia, varaði þó við því að vinnu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.