Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 40

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 40
40 Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson aðferðirnar væru færðar óbreyttar úr einni menningu í aðra. Hann taldi það hlutverk fræðimanna og fagaðila að halda uppi gagnrýni, þora að vinna á sinn hátt og út frá sinni menningu. Hann sagði að „við ættum að þekkja okkar Piaget en hugsa um leið sjálfstætt“ (Moestrup og Eskesen, 2004, bls. 4). Malaguzzi áleit að ákveðin hætta væri falin í því að verða fangi kenninga. Í raun ættu kennarar og fræðimenn að sækjast eftir krefjandi viðfangsefnum en nota kenningar og fræði til viðmiðunar; horfa fyrst á barnið og leita til kenninga og rann- sókna í framhaldi af því. Kennarar sem eru í leit að einföldu svari geta orðið óöruggir í byrjun og upplifa gjarnan „krísur“. Kenn- arar sem vilja efla sig í vinnuaðferðum Reggio Emilia ættu að temja sér að leita margra svara, leyfa sér að vera óöruggir og efast um sjálfa sig. Á alla þessa þætti má líta sem leiðir til að verða öflugri og færari, um leið og horfst er í augu við eigin ótta og óöryggi (Rinaldi, 2006). Skólasamfélag Reggio-skóla hefur flest einkenni lærdómssamfélaga. Takmark þeirra er að verða samfélag þar sem allir læra með hagsmuni barna að leiðarljósi; þar sem sköpun, rannsóknir og hugsmíðar eru undirstaða náms; þar sem ígrundun kennara, rannsóknir þeirra á eigin starfi og samábyrgð á skólastarfinu eru undirstaða starfsþróunar. Allt eru þetta eðlisþættir sem eru nátengdir lærdómssamfélögum. Áherslu Reggio-stefnunnar á menntun í þágu samfélagslegra umbóta er einnig auðvelt að tengja grunnþáttum menntun- ar eins og þeim er lýst í nýrri Aðalnámskrá fyrir leikskóla, grunnskóla og framhalds- skóla (Mennta- og menningarmálaráðu- neytið, 2011). Skólagreindir Skólaþróunarlíkanið sem notað var í starf- endarannsókninni sem sagt er frá í þess- ari grein er kynnt í bókinni The Intelligent School (MacGilchrist, Myers og Reed, 2004). Líkanið vakti athygli höfunda, meðal annars fyrir þrenns konar eiginleika: Fyrir að vera tiltölulega ótengt skólastigum og geta þannig nýst í þróunarstarfi ungbarna- leikskóla; fyrir að gera ekki fyrirfram ráð fyrir fastri skilgreiningu á greindunum heldur leggja hana að nokkru leyti í vald hvers skóla og loks fyrir að vísa á leiðir til að ná því markmiði skólans að byggja upp lærdómssamfélag sem hægt væri að samræma hugmyndum Reggio Emilia um leikskólastarf. MacGilchrist og félagar (2004) telja að skóli sem vill byggja upp öflugt náms- samfélag þurfi að líta á sig sem lifandi stofnun þar sem nám og árangur kennara og nemenda er meginmarkmið starfsem- innar. Þær ganga út frá líkingunni um stofnun eða samfélag sem lærir (Senge, 1990/2006) og útfæra hana nánar með því að nota hugtakið greindir (e. intelligences) til að lýsa þeim innri eiginleikum sem gera stofnun að lærdómssamfélagi. Það líkingamál sitt að skóli þurfi að búa yfir mörgum mismunandi greindum til að gera lært og þróast sækja MacGilchrist og félagar til fjölgreindakenningar Gardners. Þær benda á að rannsóknir á skilvirkni og þróun skóla hafi fært okkur heim sanninn um að hæfni skóla til að þróast og læra sé nokkurs konar summa af margvíslegum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.