Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 43

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 43
43 Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Faglegar forsendur teymisvinnu eru samræður sem rista dýpra en sá umræðu- stíll sem flestum er tamur. Í samræðum öðlast kennararnir nýja sýn og hópurinn kryfur flókin málefni út frá mismun- andi sjónarhornum. Hópur sem þjálfar sig í samræðum og þorir að takast á við umdeild mál nær að dýpka skilning sinn og lærir að tjá sig frjálslega. Einstaklingum gefst tækifæri til að rannsaka eigin hugs- un, verða meðvitaðir um skoðanir sínar og horfast í augu við það sem þær eru byggð- ar á (Rinaldi, 2006; Senge, 1990/2006). Með því að læra að ræða saman öðlast kennarar þá tilfinningu að þeir tilheyri samvirkri liðsheild þar sem einstakling- arnir viðurkenna hver annan og veita hver öðrum faglega örvun til að hugsa öðruvísi og endurskoða á gagnrýninn hátt það sem gert hefur verið (MacGilchrist o.fl., 2004; Uchiyama og Wolf, 2002). Ígrundun er mikilvægur þáttur í þróun fagmennsku (MacGilchrist o.fl., 2004). Í skólastarfi er oft erfitt að finna tíma fyrir þennan þátt þar sem oft þarf að bregðast við og taka ákvarðanir í skyndi. Engu að síður er mikilvægt að kennarar eflist í sjálfsmati og öðlist færni í að ígrunda starf sitt og gefi sér tíma til þess í dagsins önn – bæði einir og með öðrum. Slíkt mat hefur áhrif á nám kennara og um leið á nám nemenda (Kohm, 2002; Rinaldi, 2006). Kennslufræðigreindin endurspeglar færni skólans í að tengja saman þekkingu og færni sem kennarahópurinn býr yfir til að skapa samfélag sem hvetur og örvar nemendur. Færni í að hagnýta þekkinguna og skilningur á því hvernig nám á sér stað leggur grunn að útfærslu kennsluaðferða. Í starfi sem einkennist af kennslufræði- greind er stöðugt verið að íhuga sam- hengið milli kennslu og náms og gaum- gæfa hugmyndir um kennslu sem miðar að námi. Það sem einkennir skóla sem búa yfir þessari greind er t.d. frumkvöðla- starfsemi, opnar skólastofur og brennandi áhugi á námi og þekkingaröflun (MacGilc- hrist o.fl., 2004; Schaps, 2003). Heildarmyndin Í skólasamfélagi sem einkennist af starfs- og skólaþróun, hefur sterka stofnana- greind og þar sem greindirnar eru sam- ofnar starfsháttum og menningu verður til kraftmikið lærdómssamfélag. Á 2. mynd er lýst heildarmynd af þessu samspili. Myndin sýnir að til þess að hjólin snúist rétt og ferlið gangi snurðulaust þarf að huga að heildarmyndinni. Greindunum má líkja við hjól í gangverki sem þurfa að vinna saman og snúa hvert öðru í réttar áttir til að kerfið eða stofnunin virki rétt. Greindirnar tengjast og hafa áhrif hver á aðra. Þess vegna þarf að hlúa að hverri greind fyrir sig jafnframt því að sjá hana í samhengi við hinar og átta sig þannig á heildarmyndinni af eðli stofnunarinnar og því hvernig allir þættir hennar vinna saman (Senge, 1990/2006). Rannsóknin Leikskólinn Bjarmi tók til starfa 1. ágúst 2008. Frá upphafi var það ásetningur stofnenda skólans að hann starfaði í anda Reggio Emilia. Stjórnenda skólans beið því það verkefni að byggja upp slíkt skólasam- félag með þátttöku nýráðinna starfsmanna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.