Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 45

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 45
45 Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla að þróun lærdómssamfélags í anda Reggio Emilia. Hringferli starfendarannsókna eru iðu- lega endurtekin og í fyrsta hring þessarar rannsóknar var ákveðið að innleiðingin tæki til sex greinda af níu í líkaninu. Þessar greindir voru: Siðferðisgreind, heimspeki- greind, aðgerðagreind, samvirknigreind, tilfinningagreind og ígrundunargreind. Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni voru stjórn- endur og kennarar í leikskólanum Bjarma. Ekki var gerður munur á leiðbeinendum og kennurum og í greininni er starfsheitið kennari notað um alla sem störfuðu beint með nemendum skólans. Enn fremur tóku þátt í rannsókninni nemi sem dvaldi í skól- anum fimm vikur, faglegur ráðgjafi sem vann með starfsmannahópnum nokkra mánuði og fimm foreldrar. Þeir voru full- trúar í foreldraráði sem funduðu með rannsakandanum auk tveggja mæðra sem veittu viðtal í lok rannsóknarinnar. Allir þátttakendur hafa gervinöfn í greininni. Rannsóknarferlið og söfnun gagna Gagnasöfnun stóð frá ágúst 2008 til júní 2009 en það var fyrsta starfsár skólans. Gögnin voru fengin með fundargerðum, viðtölum, upptökum af kennarafundum, dagbókarskrifum og verkefnum sem unn- in voru á kennarafundum. Í ágúst kynnti rannsakandinn, sem var eins og áður kemur fram stjórnandi í skólanum, fyrir þátttakendum fyrir- hugaða rannsókn, skólagreindirnar og þá sýn sem stjórnendur Bjarma höfðu fyrir skólann. Ákveðið var að kennarar mynd- uðu tveggja manna teymi sem bæri sam- eiginlega ábyrgð á lykilhópi barna. Í lok september voru áætlanir skólans og rann- sóknin kynnt fyrir foreldrum og stofnað foreldraráð. Í október, nóvember og desember var lögð áhersla á umræður um uppbygg- ingu menningar og hvernig greindirnar gætu birst í starfinu á Bjarma, m.a. með aðstoð faglegs ráðgjafa sem lagði kveikjur og spurningar fyrir kennarahópinn. Kenn- arar unnu verkefni um skólamenningu og rannsakandinn átti fundi með hverju kennarateymi fyrir sig. Þar var rætt um rannsóknaráætlunina, skólagreindirnar, uppbyggingu samfélagsins, menninguna, sýnina og fagmennsku kennara. Í febrúar vann kennarahópurinn verk- efni um uppbyggingu sýnar og það sem einkenndi sameiginlega sýn kennara á Bjarma. Þeirri vinnu lauk með sameigin- legri skilgreiningu á siðferðis- og heim- spekigreind á starfsmannafundi í byrjun mars. Í framhaldi af því var unnið með hinar greindirnar fjórar, aðgerða-, sam- virkni-, ígrundunar- og tilfinningagreind, á skipulagsdegi síðar í sama mánuði og hópurinn setti fram sameiginlega skil- greiningu á þessum greindum. Báðir þessir fundir voru undirbúnir þannig að mánuði áður fengu kennararnir verkefnin sem átti að vinna á fundunum og þeir voru beðnir að íhuga hvað felast ætti í skilgreiningu skólans á greindunum. Rannsakandinn tók aftur viðtöl við teymin í maí 2009. Þar var rætt um líð- andi skólaár, og hvað væri einkennandi fyrir menningu og starfshætti á Bjarma. Í maí unnu kennarar og stjórnendur saman
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.