Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 47

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 47
47 Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Niðurstöður Eins og þegar hefur komið fram hófst rann- sóknin um leið og Bjarmi tók til starfa. Það þurfti því að byrja á ýmiss konar grunn- vinnu við að móta skipulag skólastarfsins. Frá upphafi var samt unnið markvisst að því að móta sameiginleg gildi og viðhorf starfsmannahópsins og leggja þannig grunn að skráðri sýn skólans, byggja upp vinnubrögð í anda líkansins í skólanun og skrá sameiginlegan skilning kennaranna á greindunum sem innleiða átti. Rannsak- andinn áttaði sig samt fljótt á því að þetta ferli varð að fá sinn tíma og í mars skrifaði hann í dagbók sína: Ég sá líka ... hvers vegna við byrjuðum að nota AGN-verkefnin; við þurftum að eflast sem hópur og læra að vinna saman ... . Í raun má segja að það var ekki fyrr en í febrúar sem ég fann að grunnurinn fyrir mótun greindanna var kominn, við gátum byrjað að velta fyrir okkur sýninni og hvernig við teljum best að byggja hana upp. Siðferðis- og heimspekigreind – sýn Bjarma Stjórnendur Bjarma settu umræður um siðferðis- og heimspekigreind skólans af stað fljótlega eftir að skólinn tók til starfa. Í því skyni fengu þeir meðal annars fag- legan ráðgjafa til að vinna með kennara- hópnum. Hann spurði krefjandi spurninga eins og: Hvað haldið þið að börnin „ykkar“ hafi með sér þegar þau hætta á Bjarma í vor? Hvers í fari kennaranna koma þau til með að minnast? Svör við þessum spurningum voru góð viðbót við æfingar starfsmanna- hópsins í samræðum, ígrundun og hópefl- ingu. Í svörum kennaranna og umræðum komu fram þættir á borð við umhyggju, virðingu, hlýju, sjálfstæði, sköpun, öryggi, upplifanir og lífsgleði. Kennarahópurinn ákvað að rýna sér- staklega í hugtakið umhyggju og fram eftir vetri var rætt um birtingarmynd hennar og mikilvægi þess að kennarar búi yfir sjálfsþekkingu og leggi rækt við um- hyggju. Niðurstaðan af þeirri umræðu var sú að allt sem gert væri í skólanum yrði að endurspegla umhyggju og virðingu starfsmanna fyrir börnunum, fyrir hver öðrum og fyrir foreldrum. Lýsing Lísu og Bjarkar í verkefni sem þær unnu saman í maí dregur þessa niðurstöðu vel saman: Við reynum að sýna samstarfsfólki okkar um- hyggju með því að sýna því virðingu, skilning, jákvæðni, hlýhug og traust. Það sama reynum við að gera fyrir foreldra og börn. Við sinnum þörfum barnanna og reynum að mæta þeim þar sem þau eru [stödd] ... . Stjórnendur sýna starfsfólki virðingu með því að leyfa því að taka þátt í öllum mikilvægum ákvörðunum sem teknar eru innan skólans. Rannsakandinn rýndi einnig í hugtakið út frá stjórnandanum og velti því fyrir sér í dagbók sinni í febrúar hvernig umhyggja stjórnenda væri sýnileg í skólastarfinu: „Mér fannst allt í einu það vera hluti af umhyggju að vera með metnað, að byggja upp lærdómssamfélag og finna verkefni við hæfi fyrir mig og samstarfsfólk mitt.“ Á fundi í febrúar var rætt áfram um gildismat kennarahópsins og unnið verk- efni um drög að sýn skólans. Niðurstaðan var sú að börnin væru það sem skipti máli og til að geta sinnt þeim þyrfti að huga að mörgum þáttum. Umhverfið þyrfti að vera ögrandi, öruggt og hvetjandi til náms. Hópurinn taldi einnig að starfsþroski og áhugi kennara væru mikilvægir þættir þar sem hæfni kennaranna mótaði námsum- hverfi barnanna. Hópurinn taldi einnig að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.