Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 52

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 52
52 Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson að verða hópnum sameiginlegur vegvísir í því námi sem lá til grundvallar vinnuferl- inu við mótun sýnarinnar og skilgreining- anna á greindunum. Vinnan við mótun sýnarinnar einkennd- ist af samvinnu, ígrundun og dreifðri for- ystu en það eru allt þættir sem fræðimenn telja einkenna lærdómssamfélög (Stoll o.fl., 2006). Hugtökin sem á endanum birt- ust í sýn skólans voru rædd og kennarar voru sammála um að sú umræða hefði reynt á þá. Þeir sem höfðu ekki reynt slík vinnubrögð áður töldu það hafa verið gott að rýna á þennan hátt í eigið starf og gild- ismat, spyrja krefjandi spurninga og takast á um svörin (Barth, 2002; Fullan, 2007). Við mótun sýnarinnar varð það styrkur fyrir samfélagið að ígrunda hugtakið umhyggju og skoða birtingarform þess á marga vegu. Hugtakið meitlaðist inn í skólasamfélagið og varð áberandi hluti af sýn, starfsháttum og orðræðu þess. Sama mátti segja um önnur hugtök, svo sem til- litssemi, sanngirni og réttlæti sem urðu að grunngildum í sýn skólans og hópur- inn taldi að ættu að endurspeglast í um- hverfi og námstækifærum barna og full- orðinna. Öll þessi hugtök komu skýrt fram í skilgreiningu kennarahópsins á þessum tveimur greindum. Í viðtölum við kenn- arateymin kom einnig fram að flestir töldu að einstaklingurinn fengi að njóta sín, komið væri til móts við þarfir og áhuga- svið barnanna og þau fengju tækifæri til að eflast sem einstaklingar og þátttak- endur í stærri hópi (Lewin-Benham, 2006; Rinaldi, 2006). Það styður þá niðurstöðu að skólanum hafi tekist að leggja grunn að siðferðis- og heimspekigreind skólasam- félagsins eins og MacGilchrist og félagar lýsa henni sem og aðrir fræðimenn sem lýst hafa sambærilegum einkennum skóla- samfélaga (Noddings, 2005; Rinaldi, 2006; Senge, 1990/2006; Sigrún Aðalbjarnardótt- ir, 2007). Aðgerðagreind Í skilgreiningu Bjarma á aðgerðagreind var lögð áhersla á mikilvægi þess að gera sýn skólans að veruleika í starfi. Því töldu kennararnir mikilvægt að gera námsum- hverfið þannig að hægt væri að ná þessu markmiði og huga jafnframt að áætlunum um það hvernig ætti að útfæra sýnina. Einnig ræddu þeir um að tryggja yrði hlut- verk leiðtoga innan skólans enda er víða lögð áhersla á það í þeim fræðum sem stuðst var við í rannsókninni (Fullan, 2002; Lambert, 2002; Stoll o.fl., 2006). Töluverður tími fór í vinnu að skipulagi og upp kom sú umræða hvort skólinn væri að fjarlægjast starfsaðferðir Reggio Emilia með því að skipuleggja starfið um of. Niðurstaðan varð sú að skipulagning væri af hinu góða svo framarlega sem hún væri ekki hamlandi. Sú leið var valin að gera dagskipulagið fljótandi í þeim skilningi að áhugasvið barnanna, þroski þeirra, styrkleikar kennara, veður og fleira hefði áhrif á það námsumhverfi sem boðið væri upp á hverju sinni (Lewin-Ben- ham, 2006). Í niðurstöðunum kom einnig fram að ein leið til að slíkt gæti orðið að veruleika væri að leggja áherslu á dreifða ábyrgð og dreifða forystu – þannig gæti sveigjanleikinn og fjölbreytileikinn fengið að njóta sín. Kennarar áttuðu sig á því að lífssýn þeirra og viðhorf hefðu áhrif á um-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.