Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 61

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 61
61 Hönnun skólabygginga í deiglu nýrra kennsluhátta Grunngerð skólabygginga í iðnríkjum vítt og breitt um heiminn hefur ekki tekið miklum breytingum þrátt fyrir miklar sviptingar á nýliðinni öld og meginein- kenni flestra skólabygginga má jafnvel rekja lengra aftur. Arkitektar og skólafólk hafa haldið á lofti sannfærandi hugmynd- um um framsækið námsumhverfi og nýrri þekkingu á námi en hefðbundin einkenni skólabygginga á borð við kennslustofur af staðlaðri stærð við þrönga ganga eru ennþá viðtekin, skipan sem á ensku hefur stundum verið nefnd cells and bells model (Nair, Fielding og Lackney, 2009). Margar kennslustofur, jafnvel flestar þeirra, eru enn byggðar á þeirri grunnskipan að börn sitja í röðum, tvö eða fleiri saman, og snúa að kennaranum, kennaraborði og töflu. Mörg merki eru hins vegar um umskipti í hönnun skólabygginga, tilhneigingu sem helst í hendur við breytt kenniviðmið og þekkingu á sviði menntunar þar sem áherslur á skólaþróun og gagnvirk náms- ferli eru í forgrunni (Torfi Hjartarson og Anna Kristín Sigurðardóttir, 2010). Þessi athugun er hluti af víðtækari rann- sókn á námsumhverfi sem aftur er hluti af viðamikilli rannsóknaráætlun um starfs- hætti í grunnskólum á Íslandi (Amalía Björnsdóttir og Kristín Jónsdóttir, 2010). Markmið þessarar tilteknu athugunar er að greina nokkra meginþætti sem tekið hafa breytingum við hönnun íslenskra grunnskóla á síðasta áratug, þætti sem endurspegla þá ögrun sem felst í nýjum hugmyndum á sviði byggingarlistar, menntunarfræða, skólastarfs og stafrænn- ar tækni. Bakgrunnur Rannsóknir á áhrifum byggingarlistar á skólastarf eru fátíðar (Gislason, 2010). Ýmsar rannsóknarniðurstöður benda þó til þess að námsumhverfi geti haft áhrif á þroska og námsárangur (Higgins, Hall, Wall, Woolner og McCughey, 2005; Wool- ner, Hall, Higgins, MacCughey og Wall, 2007; Tanner, 2008). Fæstar eru þessar niðurstöður mjög afgerandi eða fyllilega traustar. Sterkar vísbendingar eru um tengsl á milli náms og umhverfisþátta á borð við loftgæði, hita og hljóðvist en önnur tengsl, svo sem við liti eða lýsingu, eru síður afgerandi. Sýnt hefur verið fram á tengsl á milli persónulegs um- hverfis í kennslustofum og sjálfstrausts yngstu nemenda í grunnskóla (Maxwell og Chmilelewski, 2008) og tengsl umfangs og stærðar útisvæða við heilsu barna Hagnýtt gildi: Lítið hefur verið fjallað um þróun námsumhverfis og byggingar íslenskra grunnskóla í námsefni fyrir háskóla eða fræðilegum skrifum. Greinin varpar ljósi á mikil- væg atriði sem lúta að þróun skólabygginga á seinni árum, nýjum starfsháttum í grunn- skóla og tilraunum hönnuða til að mæta kröfum um opnara og sveigjanlegra skólastarf. Rannsóknin á erindi við kennara og skólafólk sem glíma við þróun skólastarfs á nýrri öld og við arkitekta eða hönnuði sem leita leiða við þróun námsumhverfis í ljósi nýrra tíma. Þá má hafa stuðning af greininni við stefnumótun ríkis og sveitarstjórna um skólastarf og byggingarframkvæmdir. Loks hefur greinin gildi fyrir rannsóknir seinni tíma sem vitnis- burður um þróun námsumhverfis og grunnskólabygginga um þessar mundir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.