Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 63

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 63
63 Hönnun skólabygginga í deiglu nýrra kennsluhátta Nýjar skólabyggingar eiga samkvæmt stefnunni að bjóða upp á sveigjanleg rými fyrir mismunandi verkefni og hópastærðir og gegna hlutverki félagsmiðstöðvar í sínu hverfi (Fasteignastofa Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2004). Ferli sem á ensku nefnist Design Down Process og þróað hafði verið við Háskólann í Minnesota við upphaf tíunda áratugar tuttugustu aldar (Copa og Pease, 1992; Gerður G. Óskarsdóttir, 2001; Jilk, 2005) var fylgt við hönnun nokkurra skóla í borginni. Þetta þróunarstarf byggðist á stefnu um einstaklingsmiðað samvinnu- nám. Til að styðja við innleiðingu þeirrar stefnu var þróað mælitæki fyrir einstak- lingsmiðað nám (Menntasvið Reykjavík- urborgar, 2005). Stillt var upp í matstöflu meginstoðum skólastarfs og ýmsum stig- breytum sem talið var að gæfu til kynna þróun í átt að sveigjanlegra skólastarfi og einstaklingsmiðaðra námi. Þessi lykill að mati, ekki síst sú stoðin sem helguð er námsumhverfi, er lagður til grundvallar þessari rannsókn. Sjö eftirtalin þemu, sem enn eru í mótun og lúta að námsumhverfi 21. aldar, hafa verið sett fram í tengslum við áætlun OECD um skólabyggingar af nokkrum leiðandi arkitektum og leiðtogum mennta- mála (OECD Programme on Educational Building og Department for Education and Skills, 2006): Hönnun skóla í síbreyti- legum heimi, áhrif nýrrar tækni á hönnun skóla, aukið aðgengi að menntun með hönnun skóla, hönnun sjálfbærra og nota- legra skólabygginga, þátttaka allra hags- munaðila í hönnun skóla, námsumhverfi sem tæki til náms og trygg gæði hönnunar. Þessi þemu, að því síðasta undanskildu, eru rædd nánar hér á eftir. Hönnun skóla í síbreytilegum heimi Skólabyggingu er jafnan ætlað að þjóna tilgangi sínum langt inn í ófyrirséða fram- tíð; það eina sem við vitum fyrir víst er að framtíðin verður ekki eins og þeir tímar sem við nú lifum. Þess vegna er eitt lykil- verkefni hönnuða að tryggja sveigjanleika (Copa og Pease, 1992; Dudek, 2000; Fast- eignastofa Reykjavíkur og Fræðslumið- stöð Reykjavíkur, 2004; Jilk, 2005; Nair og Fielding, 2005). Krafan um sveigjanleika nær til margra einkennandi þátta í bygg- ingunni, svo sem rýma og umhverfis fyrir mismunandi hópastærðir og námsaðferð- ir, breytanlegra marka og möguleika á að laga bæði búnað og húsnæði að breytileg- um þörfum eða hugmyndum um uppeldi og nám. Markmið hönnunar til framtíðar er samt ekki aðeins að mæta mögulegum breytingum heldur líka að hafa áhrif á skólastarf í takt við nýja þekkingu og hug- myndir um nám eða nýjar kröfur eins og þær sem fylgja nýrri tækni. Áhrif nýrrar tækni á hönnun skóla Innleiðing upplýsingatækni og nýrra miðla kallar á nýjar og skapandi lausnir hvað varðar húsakost, rýmisnotkun, hús búnað, samskipti, kennslu og nám. Skólar hafa brugðist við tækniþróuninni með ýmsum hætti. Fyrri rannsóknir á skóla starfi á Íslandi benda til þess að skólasafnið geti gegnt sérstöku hlutverki þegar kemur að skilvirkri notkun upplýs- ingatækni þvert á námsgreinar og margir skólar hafa reynt að tengja saman húsnæði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.