Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 65

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 65
65 Hönnun skólabygginga í deiglu nýrra kennsluhátta Þátttaka allra hagsmunaðila í hönnun skóla Talið er afar mikilvægt að fá fulltrúa allra sem eiga eitthvað undir skólastarfinu til þátttöku í hönnun allt frá fyrstu stigum svo að til verði skólabyggingar sem mæta þörfum samtíma og framtíðar fyrir skil- virkt námsumhverfi (Walden, 2009). Mikil- vægi gæða í hönnun skóla fyrir samfélagið nýtur viðurkenningar og það sama má segja um opna nálgun í skólastarfi í anda Dewey (Copa og Pease, 1992; Dudek, 2000). Þá hefur verið bent á mikilvægi þess að fá nemendur til þátttöku í hönnunarferlinu (Woolner, Hall, Wall og Dennison, 2007). Menntasvið Reykjavíkurborgar hefur um nokkurt árabil stuðst við skipulegt samráðsferli við undirbúning nýrra skóla- bygginga í borginni; ferli sem á ensku nefnist Design Down Process. Fyrstur var Ingunnarskóli hannaður árið 2001 (KKE arkitektar, 2001). Ferlið byggist á þátt- töku margra aðila að skólastarfinu; kenn- ara og nemenda, stjórnenda og embættis- manna, fulltrúa menntunarfræða og nær- samfélags, tæknimanna og arkitekta, sem sameinast um að móta áherslur fyrir skólastarfið, skilgreina þarfir og setja fram hugmynd að grunngerð byggingarinnar (Gerður G. Óskarsdóttir, 2001). Sams kon- ar samráðsferli hefur verið beitt við fleiri skóla sem og endurgerð eldri skóla og viðbyggingar. Einn þáttur í ferlinu er að ákveða eða finna hvaða helstu boð bygg- ingin á að senda nemendum, starfsliði og samfélagi. „Bygging getur endurspeglað og miðlað hugmyndum um hvernig börn læra, hvað þau læra, hvernig þeim er kennt og til hvers þeim er kennt“ (Nichol- son, 2005, bls. 5). Námsumhverfi sem tæki til náms Húsnæði skóla og nánasta umhverfi geta nýst við nám og kennslu á marga vegu. Eins og fram kemur í greinargerð OECD/ PEB og DfES (2006), sem áður var getið, geta lögun byggingar, lýsing og rými þjónað hlutverki viðfangs í námi. Með umhverfisvænni byggingu má vekja skilning nemenda á umhverfisvænum lífstíl. Arkitektar mættu líka íhuga að fella námsþætti kjarnagreina eins og stærð- fræði, raungreina eða lista inn í arkitektúr bygginga sinna fyrir nemendur og kenn- ara að ígrunda í ýmsu samhengi. Skreyt- ingar og ljós á veggjum og lofti mætti til að mynda nota til að gera nemendur og kennara handgengna fjarlægum stjörnum og vetrarbrautum og hlutir á borð við dyr, glugga, ljós og skugga geta komið að gagni þegar nemendur læra um liti, lögun, stærð og mynstur (OECD/PEB og DfES, 2006). Með þessari rannsókn er leitast við að greina nokkra einkennandi þætti í hönnun nýrra skólabygginga hér á landi, ekki síst með hliðsjón af framangreindum hug- myndum um námsumhverfi 21. aldar. Aðferð Fimm skólabyggingar ásamt næsta ná- grenni voru teknar út af þverfaglegu teymi rannsakenda; tveimur fræðimönnum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, tveimur grunnskólastjórum og einum arki- tekt. Gögnum var safnað með vettvangsat- hugunum og myndatökum, viðtölum við valda starfsmenn og rýnihóp nemenda auk athugana á teikningum, tæknilegum gögnum og skrifum um hönnun skólans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.