Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Qupperneq 70

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Qupperneq 70
70 Torfi Hjartarson og Anna Kristín Sigurðardóttir Gagnsæi, sveigjanleiki og flæði Í öllum skólunum fimm hefur greinilega verið lagt kapp á að skapa yfirsýn og rök- rétt skipulag sem hægur vandi er að átta sig á fyrir þá sem nota bygginguna eða sækja hana heim. Hönnuðir hafa hugað vandlega að aldursskiptingu og auðveld- að aldurshópum að fá tilfinningu fyrir sínu ríki eða svæði innan skólans. Skrif- stofur eða afgreiðsla, aftur á móti, blasa yfirleitt ekki við gestum og hafa verið hafðar til hlés svo að aðrir hlutir geti verið í forgrunni. Í skóla 1 eru aldursstig í þremur að- greindum húseiningum sem hver er á tveimur hæðum og ber sinn auðkennislit, gulan, rauðan og bláan. 2. mynd endur- speglar nokkuð vel grunnmynd þessara húseininga. Breiður gangur tengir hús- einingarnar og minnir mjög á götu eða breiðan stíg. Handan við ganginn liggja sérgreinastofur á einni hæð í beinni röð sem fyrir miðju er rofin af samkomusal og inngangi í miðlægri húseiningu. Samkomusalir eru yfirleitt hálfopnir eða miðlæg gangrými til fjölnota í daglegu starfi. Í skóla 1 er samkomusalurinn til hliðar í miðlægri húseiningu. Hann er lok- aður af með felliveggjum og hægt að sam- eina hann ganginum sem hér var nefndur og aðliggjandi tónlistarstofu. Skólasafn og tölvustofa eru lokuð af í stjórnunarálmu á efri hæð þessa miðlæga húss og íþróttasal- ur og sundlaug eru utan í húsinu, langt frá öðrum lykilsvæðum í skólanum. Í skóla 2 er stór salur eða gangrými und- ir bogadregnu þaki á milli tveggja húsein- inga, með eina hæð á aðra hönd og tvær á hina, svölum á efri hæð, stórum kennslu- rýmum til beggja handa auk minni stofa til sérstakra nota. Rýmið þjónar hlutverki matsalar í annan endann og samkomu- salar í hinn. Hægt er að opna gaflvegg matsalarmegin inn í aðliggjandi íþrótta- sal. Galopið bókasafn með færanlegum hillum, borðum, stólum og hægindum er í miðjum salnum líkt og veitingahús á stóru torgi úti undir beru lofti. 3. mynd endur- speglar um flest eitt af nokkrum stórum kennslurýmum í byggingunni en frá þeim er gengið út í miðrýmið sem rúmar allt í senn; gangvegi um bygginguna, skólasafn, máltíðir og samkomur. Í skóla 3 gengur hár gangur í gegnum bygginguna líkt og þröng gata eða stígur. Hann er ekki ýkja ólíkur gangi í hefð- bundnum skóla eins og þeim sem sýndur er á 1. mynd en þegar betur er að gáð sést að þarna er um opnari byggingu að ræða. Stjórnun, almenn kennslurými og upp- lýsingaver eru á aðra hönd og sérgreina- stofur, ásamt sal að baki fellivegg á hina. Örfá þrep eru niður í salinn. Sviðsrými í enda salarins er hægt að dýpka með fær- anlegum vegg á kostnað tónmenntastofu sem þar er fyrir aftan, full af baunapokum í stað stóla og borða. Á eina hlið salarins má svo opna hluta veggjar sem liggur að íþróttasal yst í byggingunni. Hinum megin við ganginn, beint á móti salnum, á bak við glugga sem ná frá gólfi til lofts, eru bókasafn og tölvuver í opnu rými sem minnir á ferhyrnt torg. Um torgið lykja opin gangsvæði, stjórnunarálma og al- menn kennslurými fyrir blandaða aldurs- hópa. Fyrir enda gangsins sem fyrst var nefndur er gert ráð fyrir sérstakri álmu fyrir kennslurými unglinga en ekki hefur orðið af byggingu hennar. Í skóla 4 er lítil bygging á tveimur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.