Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 82

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 82
82 Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir og Sif Einarsdóttir það einnig til flestra sviða samfélagsins. Birtingarmynd kynjakerfisins kemur fram í menntakerfinu eins og á öðrum sviðum samfélagsins. Til að mynda eru vísbend- ingar um að afrakstur menntunar sé ekki sá sami fyrir konur og karla og að hún skili konum ekki sambærilegri stöðu eða kjörum á vinnumarkaði og körlum (And- ersen og Hysock, 2009; Þorgerður Einars- dóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2005) né heldur sambærilegum akademískum frama og körlum (Andersen og Hysock, 2009; Schiebinger, 1999; Þorgerður Einars- dóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2005; Þorgerður Þorvaldsdóttir, 2002). Ef litið er á íslenskt samfélag koma áhrif kynjakerfisins fram í því að staða kvenna er lakari en staða karla á vinnumarkaðn- um. Launamunur kynjanna er töluverður, menntun kvenna skilar þeim minni starfs- frama og lægri launum en körlum og konur eru sjaldnar í stjórnunarstöðum en karlar (Forsætisráðuneytið, 2004). Verkaskipting kynjanna inni á heimilum er einnig til staðar og birtist í því að kon- ur vinna meira inni á heimilum en karlar (Forsætisráðuneytið, 2004; Þóra Kristín Þórsdóttir og Kolbeinn Stefánsson, 2010). Það má því segja að kynbundin félags- mótun sem fram fer í ríkjandi kynjakerfi hafi áhrif á stöðu, upplifanir og skynj- anir kvenna og karla og því er nauðsyn- legt að skoða kynbundið námsval og kynjaða menningu námsgreina í því ljósi. Kynbundið námsval Mikið hefur verið fjallað um það hversu fáar konur sækja í greinar eins og raun- vísindi, verkfræði og tæknigreinar síðan um 1970. Fyrstu rannsóknir á þessu sviði sneru að því hvernig félagsmótunarferlið hefur haft áhrif á náms- og starfsval kvenna. Staðalmyndir greinanna hafi ekki passað við stúlkur og því hafi þær ekki talið það vænlegan kost að leggja þær fyrir sig. Þá hafi ekki verið nógur stuðningur frá kennurum, náms- og starfsráðgjöfum, fjölskyldu og vinum við stúlkur til að sækja í þetta nám vegna þessara staðal- mynda. Skortur á kvenkyns fyrirmyndum hafi einnig áhrif á það hvort stúlkur velji að stunda nám á þessu sviði (Andersen- Rowland, 2000; Cohoon, 2006; Goodman, 2002; Henwood, 2000; Wentling og Tho- mas, 2007). Samkvæmt Perrone (2009) er samfélags- legum hugmyndum um kynhlutverk ögr- að þegar karlar og konur taka ákvarðanir um náms- og starfsval sem ganga gegn hefðbundnum hlutverkum eða staðal- myndum. Einstaklingar sem fara í óhefð- bundin hlutverk verða oft fyrir mismunun og hindranir verða á vegi þeirra á náms- og starfsferli. Betz (2005) telur að flokka megi þessar hindranir í þrjá flokka. 1.Samfélags- legar hindranir vísa meðal annars í kynhlut- verk og staðalmyndir starfa og það hvernig skólakerfið ýtir undir kynbundna félags- mótun. 2. Félagsmótandi hindranir geta til dæmis vísað í togstreitu milli starfsferils og fjölskyldu. 3. Hugarfarslegar hindranir geta tengst sjálfsmati, mat kvenna á eigin færni á hefðbundnum karlasviðum er til að mynda oft lægra en hjá körlum. Betz fjallar einnig um ýmsa hvata sem geta ýtt undir að konur eigi ánægjulegan, árangursríkan og jafnvel óhefðbundinn starfsferil, eins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.